Ég settist að lengst úti í Suðurjóskum hundsrassi í þorpi sem heitir Býlabyggð og er í næsta nágrenni við Hullusveit í Beykiskógi. Ekki svo að skilja að ég sé haldin nostalgíu gagnvart smáþorpum, heldur er ég á hagkvæmnisflippi. Fékk semsé vinnu í þorpinu og þar sem ég vil helst komast hjá því að kaupa bíl, ákvað ég að finna húsnæði í Býlabyggð. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Piparkökuhúsið
Piparkökuhúsið hefur staðið autt, hátt á annað ár. Það er í niðurníðslu og athafnasemi fyrri eigenda hefur ekki bætt það. Þau rifu m.a. niður burðarvegg, vindskeiðarnar snúa öfugt og einhver fúskari hefur átt við rafmagnið. Rétt hús á réttum stað en ég kann á málningarpensil og búið svo ef ég ætti að gera það upp yrði ég að vinna yfirvinnu upp á varanlega fýlu hjá kjeeellingunum. Nú eða giftast nokkrum iðnaðarmönnum, helst öllum í einu. Halda áfram að lesa
Krútt
Þegar naggrísamamman dó, datt elskulegri systur minni í hug að kannski mætti bjarga krílunum með því að leggja þá á spena kisumömmu í staðinn. Ég var afskaplega efins þótt kisa léti sér bara vel líka, og ég átti satt að segja alveg eins von á að þeir yrðu veikir. Sá minnsti dó á öðrum degi en hinir tveir hafa þrifist vel. Halda áfram að lesa
Duld
Litla títa, mýrispýta, segðu mér frá duldinni þinni, bað hann.
Duldin já, ég reikna með að hún blundi í hverjum manni. Gæti játað á mig blygðunarblæti og Megasarduld en gallinn er sá hvorugt er sérlega vel dulið og verkar því ekki eins og tilfinningalegt viagra þótt ég klæmist á því. Halda áfram að lesa
Kjellingar eru konum verstar
Ég vinn á kjellingavinnustað. Við sem vinnum við aðhlynningu erum 12-15 á vakt daglega og á hverjum einasta degi tilkynnir einhver kjellinganna veikindaforföll. Skjólstæðingarnir sem flestir eru á aldrinum 85-95 ára, eru hinsvegar ekkert veikir. Reyndar hefur einn af þessum 26 verið nokkra daga í rúminu síðasta mánuðinn auk þess sem einn beinbotnaði. Halda áfram að lesa
Enginn er fær um að spá
Þegar ég horfi á samstarfskonur mínar í kaffipásunni, sé ég hvernig þær munu líta út um nírætt. Það er öllu erfiðara um það að spá hvernig fólk muni eldast andlega því heilabilun veldur stundum gagngerum persónuleikabreytingum. Halda áfram að lesa
Nixen
Framundan er 40 mínútna ganga í sólinni og engin sjoppa á leiðinni svo það er ekki inni í myndinni að yfirgefa þorpið án þess að koma við hjá kaupmanninum og pikka upp einn grænan. Leiðin er falleg en þessa stundina er ekki hægt að segja það sama um mig. Það kemur svosem ekki að verulegri sök því vegurinn er fáfarinn og ég þekki hvort sem er engan hér en djöfull skal ég vera snögg að fara í hlírakjól þegar ég kem heim. Það hæfir ekki svona sólbökuðum öxlum að vera faldar undir vinnusloppnum af elliheimilinu. Halda áfram að lesa