Ég hef lítið notað blogger til að tjá mig um fréttir. Sé yfirleitt ekki tilganginn með því þar sem nóg af öðru fólki segir allt sem ég vildi sagt hafa um það sem á annað borð vekur áhuga minn. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Láttu mig í friði
-Hvað er að sjá þig. Gleymdirðu hamingjugrímunni heima?
-Hmprr. Ég er ekki lengur alltaf hamingjusamur. Nú er ég bara næstum því alltaf hamingjusamur.
-Hvað er eiginlega að?
-Það ræði ég þegar ég er tilbúinn til þess. Ef ég verð það þá einhverntíma. Urraði hann. Halda áfram að lesa
Að brenna Angaldós
Endurgjaldslögmálið virkar. Enginn þarf að berja annan með felgulykli því almennt sjáum við um að refsa okkur sjálf. Halda áfram að lesa
Meira um mennskuna
Hversu mörg tækifæri á maður að gefa einhverjum áður en maður afskrifar hann sem drullusokk? spurði Klikkun.
Ég held ekki að sé til nein þumalputtaregla í því sambandi. Þú þarft heldur ekkert að velta því fyrir þér ef þú bara horfist í augu við sjálfan þig og viðurkennir tilfinningar sem eru af einhverjum dularfullum ástæðum feimnismál. (T.d. höfnunarkennd, afbrýðisemi, biturð, niðurlæging, einmannaleiki og hefnarþorsti.) Ef þú gefur skýr skilaboð um leið og réttlætiskennd þín er særð, munu drullusokkar og dræsur hverfa úr lífi þínu af sjálfsdáðum. Þú verður kannski aldrei neitt rosalega vinsæll en þú getur allavega treyst þeim sem eftir standa. Halda áfram að lesa
Ekki alveg…
Þrátt fyrir að systir mín sé, eins og flestir í minni fjölskyldu, dálítið veruleikafirrt á köflum, (ég er eina manneskjan í minni móðurfjölskyldu sem jarðar við að vera normal) tilheyrir hún reyndar ekki þeim hópi meðvirkra vesælinga sem fá kikk út úr því að láta „góða stráka“ drulla yfir sig. Veit ekki betur en að Eiki sé bara nokkurn veginn í lagi, af karlmanni að vera.
Ef ég efaðist um að fullyrðingar systur minnar um að hún myndi „ekki breyta neinu“ ef hún fengi tækifæri til, séu vanhugsaðar, væri ég sennilega lögð af stað út til að reyna að koma henni undir læknishendur. Það er semsé ekki hún sem ég hafði í huga í reiðlestrum mínum um mennskuna þótt hugmyndir hennar um hamingjuna séu reyndar hið mesta kjaftæði.
Ég var að hugsa um það samsafn kvenna sem undanfarið hafa beðið mig um ráð til að endurheimta drulluhala sem hafa farið illa með þær. „Indælar“ konur sem þykjast algerlega lausar við reiði og afbrýðisemi, búnar að fyrirgefa allt og jaríjarí. Bara af því að þær hafa ekki kjark til að horfast í augu við eigin tilfinningar.
Galdrabrúður og aflátsbréf
Hmmm… Nú hefur það verið staðfest og það á internetinu að ég sé „vingjarnleg„. Ekki minnist ég þess að mér hafi verið gefin sú einkunn áður. Þvert á móti er freðýsulegt eðli mitt alkunna. En kannski hefur Anna óvenjulegt innsæi. Nema hún sé veruleikafirrt.
Hún er allavega flink, svo mikið er víst. Færði mér þessar líka dásamlegu galdrabrúður sem eru svo fínar að ég tók aflátsbréfið mitt niður af veggnum til að koma þeim fyrir á góðum stað.
Já, vel á minnst; ef þú hefur í hyggju að syndga, skaltu endilega leggja leið þína í Nornabúðina. Þar er nefnilega hægt að fá kreditfyrirgefningu fyrir hinar ýmsu syndir með hæfilegri fórnargjöf til Mammons. Það er nú aldeilis ekki ónýtt að eiga inni allt að 10 hórdómsbrot áður en maður gerist sjónvarpsbatsjellor eða vera búinn að tryggja sér syndafyrirgefningu fyrir lygar áður en maður fyllir út skattaskýrsluna.
Hvað getur verið yndislegra en að syndga í fullri sátt við Mammon og vita að krabbameinssjúk börn njóta góðs af saurlífi manns?
Reiðilestur um mennskuna
Ég held að ég sé að koma mér upp varanlegu ógeði á því alltumvefjandi ljósi kærleikans sem gerir veikgeðja manneskjur að „indælu“ fólki. Ég hef aldrei kynnst indælli manneskju sem ekki er um leið sjálfsblekkingarsjúkur hræsnari.
Þetta pakk getur talað fjálglega um kristilegt umburðarlyndi og fyrirgefningu en eina ástæða þess að það „fyrirgefur“ er sú að það þorir ekki að horfast í augu við sársaukann sem fylgir því að hafa verið beittur órétti. Þar með er auðvitað ekki um neina fyrirgefningu að ræða. Málin hafa ekki verið gerð upp, heldur litið fram hjá þeim. Staðreyndin er nú sú að þegar upp er staðið er tiltölulega auðvelt að fyrirgefa hvað sem er svo framarlega sem það bitnar ekki á þér og þínum.
Athyglisvert er líka að indæla liðið virðist eiga auðvelt með að hlaupast undan ábyrgð og ímynda sér að hlutirnir hafi bara „átt að fara svona“, í stað þess að skammast sín og læra eitthvað hagnýtt af reynslunni.
Óheilbrigð er sú afstaða að sjá ekki eftir neinu.
Rangt að ljúga til um eðli sitt og innræti.
Hættulegt að horfast ekki í augu við dýrið í sjálfum sér.
Og að álíta sjálfan sig „góða manneskju“, það er allt í senn; sjúkt, rangt og hættulegt.
Undir sauðagærunni leynist nefnilega eðlileg manneskja og maðurinn er í eðli sínu dýr.
I´d give up my halo for the horn
and the horn for the hat I once had.
(Jethro Tull -Passion Play)