https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/324101690752
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/324101690752
Vefsíðan mín (nornabudin.is) er samkvæmt minni reynslu í lamasessi þessa dagana. Ég get ekki sett inn færslur, athugasemdakerfið er búið að vera óvirkt í nokkra daga og sömuleiðis hafa nokkrir kvartað um að sé erfitt að komast inn á Launkofann. Vodafone segir að ástæðan fyrir þessu veseni er sú að það er verið að flytja síðuna á milli léna. Allt í lagi með það svosem, þetta eru rök sem ég skil og er fullkomlega sátt við en mér finnst dálítið athyglisvert að annarsvegar er mér sagt að vandræðin standi í sambandi við flutninginn en ég er líka búin að fá tvo pósta frá þeim þar sem því er haldið fram að hvað sem minni reynslu og annarra líði sé Launkofinn opinn og ritstjórnarsíðan virk. Þar hafið þið það, þið sem kvartið, þetta er bara eitthvert rugl í ykkur og þið getið gert ráð fyrir að vera vitleysingar áfram þar til vodafone léttir af ykkur álögunum.
Nornabúðarsíðan ætti á næstunni að flytja þann sem opnar hana beint yfir á norn.is en það er nýja lénið mitt.
Ég verð víst að biðja aðdáendur launkofans að anda með nefinu. Ástæðan fyrir því að þið komist ekki inn er sú að ég er að flytja á milli léna og einhver hjá vodafone hefur fiktað eitthvað í stillingunum. Ég kemst ekki inn sjálf og í gær og dag lágu bæði athugasemdakerfið og ritstjórnarsíðan fyrir lénið niðri svo ég hef ekkert sett neitt nýtt inn hvort sem er. Halda áfram að lesa
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/298319908532
Íbúðin mín í Bovrup er þannig skipulögð að klósettið er inn af forstofunni. Í dag sat ég á postulíninu, og hafði ekki lokað almennilega að mér. Heyrði í póstinum fyrir utan, allt í lagi með það. Nema hvað – hann var með pakka sem komst ekki í póstkassann og í stað þess að hringja bjöllunni opnaði hann bara og setti pakkann inn. Það var ekki svo vel opið að ég gæti horfst í augu við hann á meðan ég skeindi mig en næst loka ég almennilega að mér. Eða læsi útidyrahurðinni.
Enginn er spámaður í eigin föðurlandi.
Ég verð að óska Helga Fel til hamingju með þetta. Halda áfram að lesa
Jæja, þá er samningurinn formlega frágenginn. Skrudda gefur bókina út og hún kemur út um miðjan mars. Nú get ég loksins farið að einbeita mér að næstu bók. Þetta eru góðir dagar.