Ég verð víst að biðja aðdáendur launkofans að anda með nefinu. Ástæðan fyrir því að þið komist ekki inn er sú að ég er að flytja á milli léna og einhver hjá vodafone hefur fiktað eitthvað í stillingunum. Ég kemst ekki inn sjálf og í gær og dag lágu bæði athugasemdakerfið og ritstjórnarsíðan fyrir lénið niðri svo ég hef ekkert sett neitt nýtt inn hvort sem er.
Ég vona að þetta vesen fari að taka enda og að nýja lénið mitt norn.is verði virkjað á næstu dögum. Finnst frekar hallærislegt að vera með lén sem tilheyrir fyrirtæki sem er ekkert í rekstri.
Nú þegar allt er klappað og klárt í sambandi við útgáfuna, er ég til í að gefa fleirum aðgang að launkofanum. Bið samt þá sem hafa lykil að gefa ekki öðrum hann án minnar vitundar.