Afrek dagsins er svo mikilvægt að ég efast um að nokkuð sem ég á eftir að taka mér fyrir hendur á þessu ári komist í hálfkvisti við það. Í dag bjargaði ég fjármunum sona minna frá eilífri glötun í íslensku bankakerfi. Ekki veit ég hvaðan þeir hafa þá hugmynd að það sé ósiðlegt að vera fjárhagslega sjálfstæður. Líklega hef ég gengið full langt í því að innræta þeim andúð á neysluhyggju. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Valentínusarblogg
Veturinn minn í Leeds átti ég vingott við geðbilað málfræðiséní. Hann safnaði biblíum og smokkaleiðbeiningum, því hann sagði að þetta tvennt væri nákvæmlega eins allsstaðar í heiminum og þessvegna nauðsynlegt þeim sem vildi læra sem flest tungumál. Hann færði mér gjöf á Valentínusardaginn og af því að við vorum ekki á Íslandi fannst mér það ekkert mjög asnalegt. Halda áfram að lesa
Klámsýki Gvuðs
Hahh þarna plataði ég þig. Þessi færsla snýst hvorki um Guð eða gvuð og því síður um klámsýki þeirra félaga.
Ég hef tekið eftir því að ef ég nefni guðdóminn eða eitthvað tengist hinu kynræna í titli færslunnar, eykst aðsóknin á síðuna um 100-150%.
Ég ætlaði bara að tékka á því hvað gerðist ef ég nefndi hvorttveggja :-Þ
Ástúð
Það er ekki af illgirni, (ég myndi alveg viðurkenna það ef svo væri) sem mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég sé mistök hjá manni sem ég hef svo mikið álit á að ef ég væri ekki viss hefði ég sagt nei, þetta er áreiðanlega ekki hann, þetta eru allt of klaufaleg mistök til að það geti staðist. Halda áfram að lesa
Dýpra en bliss
Ég sá Glæp gegn diskóinu í gær. Það er góð saga en mig vantar almennilegt íslenskt orð yfir tilfinninguna sem góð saga skilur eftir. Halda áfram að lesa
Sál mín situr á fjósbita
Oftast fara skoðanir mínar og tilfinningar saman. Svo upplifi ég þessi undarlegu augnablik þegar hjartað segir eitthvað allt annað en höfuðið. Það er skrýtið. Halda áfram að lesa
Þarfatrapísan
Ég skil neysluhyggju, svona að vissu marki.
Ég skil alveg löngunina til að eiga allskonar fínt og gera allkonar gaman.
Ég skil líka þörfina fyrir stöðutákn.
Ég hef aldrei haft gaman af að þræða útsölur og það veldur mér of mikilli vanlíðan að vera blönk til að ánægjan af nýjum hlutum bæti það upp, en ég veit að verslunaræði er eins og hver önnur fíkn, óheppileg viðbrögð við óhamingju Halda áfram að lesa