Norna fæddist um mánaðamótin júní-júlí. Hún var kolsvört, hvæsti strax á öðrum degi og varð snarvitlaus þegar naggrísaungarnir voru lagðir á spena hjá mömmu hennar en þeir misstu mömmu sína fljótlega eftir fæðingu, litlu skinnin. Rebba, mamma Nornu missti reyndar mjólkina skömmu síðar svo Norna var fóðruð með pela og það var hreint ekki létt verk, því hún beit og klóraði í hvert sinn sem hún var tekin upp. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Staðan
Þessi vefbók hefur ekki verið almennilega virk í heilt ár, ég get eiginlega ekki útskýrt hversvegna. Fyrir þá sem ekki eru á fésinu er hér smá samantekt: Halda áfram að lesa
Loksins
Jæja, nú ætti mesta uppsetningarveseninu að vera lokið og þessi síða orðin nothæf aftur.
Mér skilst á Skruddu að þurfi að fresta útgáfu bókarinnar okkar Ingólfs um 2 vikur í viðbót, hún komi semsagt um mánaðamótin mars-apríl. Það breytir í sjálfu sér engu og þar sem ég er búin að fá fyrirframgreiðsluna ætti ég bara að anda með nefinu en ég er samt hálfpirruð og finnst erfitt að einbeita mér að næsta verki á meðan ég hef enga hugmynd um hvernig viðtökur þessi bók fær.
Bloggvænlegri dagar eru framundan en einhvernveginn grunar mig að fólk sé steinhætt að lesa blogg. Gott ef flestir eru ekki líka að vera dálítið afslappaðir gagnvart facebook. Ég hef heyrt þess dæmi að fólk láti garðana sína, gæludýrin og fiskabúrin drabbast niður og sjálf fæ ég blessunarlega miklu færri engla, bleik hjörtu og glimmerálfa með blessunaróskum fá ókunnugu fólki.
Síðasta myndbandið
Komið í lag
Jæja, þá er ég flutt milli léna og nú á kerfið loksins að vera komið í það horf að hægt sé að birta nýjar færslur og athugasemdir. Það eru nokkar tjásur sem komu inn á meðan kerfið var í lamasessi en birtust ekki en þær eru komnar inn núna.
Útlitið á síðunni breytist eiithvað á næstu vikum og gamla lénið; nornabudin.is hverfur.
Aðgangsorðið og lykilorðið á Launkofann á að vera í lagi líka en ég hef ekki getað birt neinar færslur þar frekar en hér. Bæti úr því á næstu dögum.
Allt að gerast
Í hvelli
Ingólfur er snillingur. Hann kláraði umbrotið á 2 dögum og síðan erum við búin að púsla, breyta og bæta á methraða. Ég reikna með að handritið verði orðið útgáfuhæft ekki seinna en um mánaðamótin og sennilega miklu fyrr en það er eitt vandamál óleyst sem gæti tafið okkur.
Ég set myndir og annað efni sem tengist bókinni inn á Launkofann og það verður nú opnað fyrir stærri hóp en það eru ekki nema um 20 manns sem hafa haft aðgang að því hingað til. Ég er reyndar búin að skipta um lykilorð á Launkofanum svo þeir sem hafa haft aðgang þurfa að hafa samband til að fá nýjan lykil ef þeir hafa áhuga á að skoða þetta. Ég er búin að loka eldri færslum þar, allavega í bili en ég hef ekki eytt neinu, svo aðdáendum Launkofans er óhætt að anda með nefinu.
Þeir sem hafa áhuga á að fá aðgang geta sent mér póst á eva.evahauksdottir@gmail.com eða haft samband á facebook. Ég er ekki tilbúin til að láta bláókunnuga fá aðgang á þessu stigi en vona að fólk sýni því skilning, það er ekki ætlunin að móðga neinn.
Góðir hlutir gerast hægt.
Frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli.