Dylgjublogg

Það er ákveðin fegurð í því fólgin að fá skilaboð sem enginn annar áttar sig á. Þú ert vissulega blábjáni en þekkir mig þó nógu vel til að vita hvað fangar athygli mína.

Ástargaldur í undirbúningi

Þegar maður hefur engu að tapa er tilvalið að fylgja ráðum sem hljóma út úr kortinu. Sjónvarsþættir koma ekki til greina en ég notaði morguninn til að hanna nýjan ástargaldur, sem á að seiða til mín fjölda karlmanna sem ég kæri mig ekkert um, t.d. sanntrúaða sjálfstæðismenn. Svo þarf ég bara að forrita sjálfa mig til að skipta um skoðun á þeim. Halda áfram að lesa

Hustler, Drifter, Cheater og Nestler

Einhverjir halda að skilgreiningin á hreiðurgerðarmanni sér frá mér komin en svo er ekki. Ég las einhversstaðar fyrir löngu sálfræðilega úttekt á fólki sem er haldið skuldbindingarfælni. Því miður man ekkert hvar ég las hana eða eftir hvern hún er en allavega var fræðilegt yfirbragð á henni og vitnað í rannsóknir á fyrirbærinu. Halda áfram að lesa

Íslenska dindilhosan

-Þú ættir að bjóða þig fram sem íslenska batsjellorett, sagði hann. Ég hló.
-Ég er ekki að grínast, sagði hann og hljómaði eins og honum væri virkilega alvara.
Jamm, það færi mér vel. Hvaða lúði sýnir frumlegustu smjaðurtæknina og fær piparkerlingu í verðlaun? Missið ekki af næsta þætti af íslensku dindilhosunni! Halda áfram að lesa

Nornakvöld

Nornakvöld fyrir leshing með mat og öllu tilheyrandi. Spúsa mín ennþá í tarotmaraþoni.

Frýrnar hæstánægðar og skemmta sér hið besta. Ég eins og fluga hinummegin við þilið og það get ég sagt ykkur að þessar nornir eru sko ekki að sóa tímanum í eitthvert small talk. Vissara að fara ekki nánar út í þá sálma.