Dindilhífihælar

Thailenska búðin við Engihjalla finnst hvorki í símaskránni né á gulu línunni. Ég var samt svo þrælheppin að finna dindilhífihæla í mínu númeri í dag!

Ég get reyndar alveg hugsað mér að eiga fleiri skó sem passa á mig, þ.á.m. fokkmíbúts, ég hef aldrei átt slík.

Veiðarfæri

Annaðhvort hefur álitlegum karlmönnum í umferð fjölgað með hraði síðustu vikuna eða þá að minn standard hefur lækkað all snarlega.

Í gær hitti ég af tilviljun gamlan félaga sem er ekki fíkill og er viðhengislaus í augnablikinu. Hann fékk símanúmerið mitt.

Í dag mun ég hitta sætan sölumann sem virðist við fyrstu kynni allavega, hafa sæmilega heilbrigð pólitísk viðhorf.

Veðurspáin gerir víst ekki ráð fyrir dónalega stuttu pilsi næstu daga og ekki hef ég enn fundið dindilhífihæla í mínu númeri. Kannski ætti ég í staðinn að ganga með nokkur jarðarber á mér og leika þau lostafullum vörum þegar eintök af hinu hærðara kyni verða á vegi mínum. Þeir ku víst vera svo einfaldir þessar elskur.

Í alvöru

Seyðkonan: Það er æðislegur maður að vinna þar. Ég meina æðislegur, þú veist, í alvöru æðislegur. Svo er líka annar en hann er svona meira eins og fyrir þig.

Jamm. Það er harla ólíklegt að við eigum nokkurntíma eftir að slást út af karlmanni.

Ástagaldur

Áhrifa ástargaldursins sem ég framdi um síðustu helgi er þegar farið að gæta. Hver sjarmörinn á fætur öðrum hefur sýnt mér athygli síðan þá og ég sé ekki betur en að dræsugallinn sem ég hef notað árangurlaust í margar vikur, sé skyndilega farinn að skítverka.

I feel pretty.

Það verður fróðlegt að sjá hvað rekur á fjörur mínar um helgina.

Hæl

Getur einhver bent mér á einhvern stað á Íslandi, þar sem hægt er að fá hælaháa skó nr 35?

Það er einfaldlega of mikil slysahætta af því að ganga á pinnahælum í of stóru númeri, til að ég sé reiðubúin að taka þá áhættu.

Mission accomplished

Þá er ég búin að sinna samkvæmisskyldum mínum fyrir næstu 5-6 árin.

Eldri kona spurði hvort ég væri dóttir afmælisbarnsins, (sem er rúmu ári eldri en ég). Ég sagði henni ekki að lesa Dale Carnegie betur, útskýrði ekki einu sinni að það þyrfti að vera um 10 ára aldursmunur til að þetta hallærislega mannblendnistrix hitti í mark. Brosti bara og sagði eitt orð, nei. Ég kann mig svo vel. Halda áfram að lesa

Allt fullkomið

Ég hef vandað mig við uppeldið á drengjunum mínum en þó er einn þáttur sem ég hef vanrækt. Ég hef ekki gert miklar kröfur til þess að þeir sinni húsverkum.

Þegar ég var barn var mér sagt að þeir sem ekki væru látnir skúra, skrúbba og bóna sem börn, yrðu hjálparvana sóðar á fullorðinsárum. Ég trúði þessu en samt hef ég frestað því ár eftir ár að gera syni mína að ræstitæknum. Ég hef látið nægja að setja þeim fyrir smáverkefni; þú átt að ganga frá þvottinum, þú átt að ryksuga stigaganginn o.s.frv. Ég hef hingað til haldið að það þyrfti sérstaka þjálfun til að láta sér detta í hug hvað þurfi að gera á venjulegu heimili og hvernig eigi að gera það. Síðustu tvö árin hef ég þessvegna séð fram á að uppeldið muni lenda á konunum þeirra. Halda áfram að lesa