Ég er í skýjunum.
Útgáfuteitið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hafði ekki reiknað með nema í hæsta lagi 30 manns en um 130 manns mættu, m.a.s. fullt af fólki sem ég hafði ekki séð í mörg ár og átti alls ekki von á að kæmi. Ég vissi að Jón Hallur hefði samið flott lög við kvæðin mín en ég vissi ekki að hann kæmi með heila hljómsveit. Ég hafði ekki heyrt Sólveigu Öldu syngja fyrr og hún er með virkilega flotta rödd sem passar svo vel við þessi lög. Ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði hana syngja hefndarseiðinn. Mér finnst ekkert annað koma til greina en að gefa þessi lög út og vona bara að Teinar komist í það sem fyrst. Halda áfram að lesa