Ég held að ég hefði nú ekki vogað mér að reykja nálægt þér ef ég hefði verið búinn að lesa vefbókina þína, sagði Málarinn.
Ég benti honum á að þrátt fyrir ofstækisfullt hatur mitt á reykingum, hef ég búið með þremur mönnum og einni konu (ekki samt öllum í einu, þótt ég sé gefin fyrir stóðlífi) sem reyktu öll. Og ekki reyndi ég að koma í veg fyrir það. Öll systkini mín hafa lengst af reykt og reyndar flestir þeirra sem ég hef umgengist mest í gegnum tíðina. Ég hata nefnilega bara reykingar en ekki tóbaksfíkla og aðra sjúklinga. Halda áfram að lesa