Búðarsveinninn byrjar í dag. Ég veit að mörgum kann að þykja undarlegt að ráða ungan pilt þegar ég á tvo slíka heima. Málið er að ég elska drengina mína mjög mikið og þótt þeir hjálpi auðvitað til, vil ég alls ekki gera vinnuna og heimilislífið að einu og sama fyrirbærinu. Ég veit heldur ekki hvernig það færi með Andlit byltingarinnar að þurfa að velja á milli þess að taka laugardag í að þjóna annaðhvort byltingunni eða Nornabúðarveldinu. Það væri svona svipað og að láta barn velja á milli foreldra. Auk þess mun það ekki hafa fjölskylduharmleik í för með sér þótt búðarsveinninn bregðist á ögurstundu eða ef kemur upp ágreiningur varðandi kaup og kjör. Fyrir nú utan það að þeir hafa svosem nóg annað að gera, báðir. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Af undarlegri uppblossun ástsýki minnar
Einn rólegur dagur og ég verð heltekin af draumórum um loðnara kynið. Búin að máta 10 eða 12 menn inn í fantasíuna um sunnudagsmorgun í eldhúsinu, með bökunarlykt og sunnudagskrossgátu og öllu, en enginn þeirra fellur almennilega að ímyndinni. Ég sakna manns sem ég þekki ekki (ef hann er þá til). Þetta er ekki lagi, ég meina það. Halda áfram að lesa
Á jaðrinum
Sumt virðist of augljóst til að maður geti almennilega trúað því.
Maður hugsar sem svo að ef þetta væri nú þannig í pottinn búið, þá hlyti það annaðhvort að vera uppi á yfirborðinu, eða þá svo rækilega falið að manni dytti það ekki í hug. Maður gerir sig að fífli með því að ganga út frá því að hið augljósa sé misskilningur, kjaftasaga eða varnarháttur. Halda áfram að lesa
Ymprað á sannindum
Lögmál 1
Allt sem skiptir máli tekur þrefaldan þann tíma sem maður reiknaði með í upphafi.
Lögmál 2
Ef maður er svo fyrirhyggjusamur að reikna með þreföldum tíma, tekur það samt tvisvar sinnum þann tíma. Halda áfram að lesa
Allt á hreinu
Ég bað um einn lítinn skammt af frönskum og einn stóran. Eina gosflösku líka. Ekkert annað.
Hún rétti mér báða skammtana í einu. Annar sennilega 70% stærri en hinn.
„Þessi er stærri“ sagði hún.
Ég horfði inn í tómið og þakkaði fyrir. Kannski lít ég bara út fyrir að vera vangefin.
Þversögn unga eháeffsins
Ég játa á mig illt innræti; ég hef hugleitt möguleikann á að svíkja undan skatti. Ég er í þokkalegri aðstöðu til þess. Málið er hinsvegar að ég hef ekki efni á því, jafnvel þótt ég væri nógu spillt til að láta verða af því. (Takið eftir viðtengingarhættinum, véfréttin játar aldrei.) Ef maður ætlar að greiða skuldirnar sínar þarf maður víst að sýna fram á nógu háar tekjur til þess. Það er allavega lítill tilgangur í því að eiga pening en geta ekki notað hann til að greiða skuldirnar. Halda áfram að lesa
Vondgóðir dagar
Þetta eru vondgóðir dagar.
-Ég er með einhverja ógeðspest en ekki í aðstöðu til að nýta rétt minn til veikindadaga.
-Ástsjúk en hef hvorki tíma né orku til að hlaupa á eftir svoddan duttlungum, hendurnar á mér sannarlega við hæfi nornar og „slæmir hárdagar“ hafa einkennt undanfarnar vikur. Halda áfram að lesa