Elskan. Það krefst meira hugrekkis að halda vöku sinni meðan aðrir í höllinni sofa en að stinga sig á snældu þegar einhver heimtar það.
Ég veit hvað brennur mest á þér í augnablikinu og satt að segja hef ég dálítið gaman af að pína þig með því að vekja spurningar en svara þeim ekki. Eins og ég sagði mun ég segja þér satt ef þú spyrð. Ég hef ekkert að vinna en heldur engu að tapa því þeir sem skipta mig máli munu ekki kippa sér upp við svarið og þeir sem kippa sér upp við það skipta mig ekki máli. Halda áfram að lesa