Mér láðist víst að verja hluta eigna minna með þjófagaldri en nú er ég búin að sjá við því. Til langs tíma.
Það var víst ekkert persónulegt, meira svona almenn sjálfsbjargarviðleitni en það er mér lítil huggun. Ég tek því persónulega þegar einhver stelur frá mér. Jafnvel þótt það setji mig ekki á hausinn. Það er áreiðanlega bæði sjúkt og rangt en þjófnaður og þessháttar svik særa mig þúsund sinnum meira en framhjáhald. Að vísu fannst mér það frekar pirrandi þegar ég kom að kviðmágkonu minni þar sem hún var að lesa bréf frá mér til fávita drauma minna en hún var nú líka raunveruleg ógn en ekki einhver skyndidráttur. Annars er mér nokk sama hvur riðlast á hverjum. Halda áfram að lesa