Ekkert persónulegt

Mér láðist víst að verja hluta eigna minna með þjófagaldri en nú er ég búin að sjá við því. Til langs tíma.

Það var víst ekkert persónulegt, meira svona almenn sjálfsbjargarviðleitni en það er mér lítil huggun. Ég tek því persónulega þegar einhver stelur frá mér. Jafnvel þótt það setji mig ekki á hausinn. Það er áreiðanlega bæði sjúkt og rangt en þjófnaður og þessháttar svik særa mig þúsund sinnum meira en framhjáhald. Að vísu fannst mér það frekar pirrandi þegar ég kom að kviðmágkonu minni þar sem hún var að lesa bréf frá mér til fávita drauma minna en hún var nú líka raunveruleg ógn en ekki einhver skyndidráttur. Annars er mér nokk sama hvur riðlast á hverjum. Halda áfram að lesa

Dylgjunni flett

-Ert þú Þyrnirós? spurði Anna.

Satt að segja hafði ég af geðveilu minni velt fyrir mér möguleikanum á því að taka Þyrnirósina til mín, enda ku það vera háttur geðsjúklinga og skálda að líta á flesta veraldarinnar viðburði sem persónuleg skilaboð, misdulin. Komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti auðveldlega séð sjálfa mig í Þyrnirós en þyrfti ekki endilega að hleypa túlkunargleðinni á það stig að telja víst að dylgjan væri skrifuð sérstaklega með mig í huga. Gat allt eins litið á hana sem vísun í Sóleyjarkvæði. Halda áfram að lesa

Krísan

Ég hef mjög mikla þörf fyrir að hafa rétt fyrir mér. Þessvegna finnst mér alltaf svolítið sárt að átta mig á því þegar mér hefur skjátlast. Þegar mér hefur skjátlast um eitthvað sem skiptir máli, t.d. pólitíska sannfæringu, fjármálin mín eða eðli og innræti þeirra sem ég hef álit á, tek ég það virkilega nærri mér.

Rökréttara væri auðvitað að upplifa það sem mikla frelsun að hafa loksins séð hlutina í réttu ljósi. Og það kemur. Bráðum.

Breaking the mold

-Þegar ég sá þig fyrst hugsaði ég með mér að þú værir engin norn. En nú veit ég ekki hvað ég á eiginlega að halda, sagði Salvíumaðurinn þegar hann kvaddi.

Hvað hann átti við með því veit ég ekki. Kannski var kaffið kynngimagnað. Ég gaf honum kaffibolla en við áttum engin frekari samskipti. Ég fann ekkert að honum sem er kannski merkilegt út af fyrir sig. Yfirleitt er ég fljót að finna lúsersflötinn á annars æðislegum manni.

Og það varð ljós

Rafmagnssnúruflækjumartröð tilveru minnar er á enda. Málarinn reddaði því eins og öðru. Nú sést hvergi snúrugöndull, hvorki í búðinni né heima. Svo er hann líka búinn að setja lýsingu í glerskápinn og hillurnar svo nú getur fólk séð það sem það er að kaupa án þess ég hafi þurft að fórna stemmningunni. Þetta getur ekki endað í öðru en fullkomnun. Halda áfram að lesa