Hvílíkt veður, er þetta Ísland í september? Burðast með fangið fullt af mótmælaspjöldum upp Laugaveginn og þegar ég missi þau drífur að fólk sem er reiðubúið að taka hluta af byrðinni. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
I feel pretty!
Það er bara heppni að fá fokdýra ullarkápu í stærð 34 á 70% afslætti. Og bara af því að það var maí, var ég næstum því hætt við að kaupa hana.
En nú er að koma vetur og hún er hlý og hún passar á mig og svo er hún rauð líka.
Mighty mouse bjargar deginum
Ég verð ekki símalaus á næstunni eins og ég reiknaði með. Það er nefnilega hægt að fá réttar upplýsingar og jafnvel þjónustu í þokkabót hjá Símanum, ef maður á í nánu vináttusambandi við einn þeirra örfáu starfsmanna sem vita eitthvað um símkerfi.
Ég hringdi í innanhússmanninn. Það eina sem þurfti að gera var að kaupa nýtt kort og segja gamla númerinu upp. Ef ég hefði fengið réttar upplýsingar hjá þjónustuverinu, hefði ég getað gert þetta sjálf en elskulegur vinur minn tók 20 mínútur af matartímanum sínum í að redda málunum. Ekki 10 daga, heldur 20 mínútur.
Hryðjuverk dagsins
Ég veit um mann sem hefur lagst svo lágt að hrella litla telpu með óbeinum hótunum um að drepa gæludýrið hennar. Auðvitað er eitthvað mikið að manninum en geðsýki gefur engum rétt til að beita nokkra veru tilgangslausu ofbeldi, hóta því eða gefa slíkar hótanir í skin.
Viðkomandi drulluhali hefur nú fengið skýr skilaboð og mun væntanlega fá nett frekjukast á næstunni. Mér þykir óendanlega vænt um þann sem sýndi þá framtaksemi sem þurfti til þess.
Uppfært til skýringar: Maðurinn í næsta húsi hafði sett upp skilti með mynd af afhausuðum hundi. Haukur fjarlægði það.
Í dag er ég glaður
Málarinn er sannkallaður hvalreki. Í dag stækkaði hann salinn sem sumir hafa af fávisku sinni kallað því tilkomulitla nafni bakherbergi. Hnuss!
Það er ótrúlegt hverju tveir karlmenn, glussatjakkur og verkfærasett geta áorkað. Einn veggur horfinn og í stað hans fæ ég hljóðeinangrað klósett, loftræsingu og meira rými. Heilbrigðiseftirlitið á eftir að gráta af gleði. Leirbrennsluofninn búinn að fá hlutverk, rúmskriflið hans Helga farið og sófinn kominn niður í kjallara í staðinn. Ekki nóg með það heldur galdraði hann burtu allar innréttingarnar, spónaplötunar, speglana og hjólaborðin hans Helga en samt er alveg jafn mikið pláss í kjallaranum og áður. Ég veit ekki í hverskonar fullkomnun þetta endar.
Vííí!
Að hætti Nönnu
Málarinn bauð mér í Krómhjartarsteik, sem ég hef ekki borðað fyrr og dásamlegusu kartöflumús sem ég hef bragðað. Ég veit ekki alveg hvort ég á fremur að beina matarást minni að Málararnum eða Nönnu en það er bara eitthvað svo rétt við þessa samsetningu að ég hlýt að elska einhvern fyrir hana.
Ég elska líka Stúdentafélag Háskóla Reykjavíkur en það er af allt öðrum ástæðum.
Þú bara kláraðir!
Eva: Ég pantaði vörur frá ykkur fyrir viku en þær hafa ekki borist.
Heildsalinn (gremjulega með útspýttum fráblásturshljóðum): Já þetta er bara ekkert til.
Eva: Ég pantaði margar tegundir, áttu ekki neitt af því sem ég bað um?
Heildsalinn (á barmi frekjukasts): Nei nei, þú kláraðir lagerinn síðast.
Eva (með ískaldri kurteisi):Afsakaðu ónæðið, ég leita bara eitthvert annað. Halda áfram að lesa