Sáum Gunnlaðarsögu hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu í gær. Stórkostleg saga á skilið að fá stórkostlega uppfærslu og ef tvö stærstu hlutverkin hefðu verið almennilega leikin hefði þetta verið fínt en því miður ræður leikurinn bara úrslitum. Ofleikur var áberandi, einkum hjá mömmunni, sem kunni heldur ekki textann nógu vel og hjá Dís sem stóð á orgunum og grenjaði á milli þess sem móðirin gerði það, stundum hljóðuðu þær báðar í einu. Það bætir svo ekki úr skák að á köflum er textinn alltof ljóðrænn til að þola ofleik. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Ögurstund
Ef þú ýtir meðvitað á rauða takkann, þennan eina sem ég er margbúin að vara vini og vandamenn við að ýta á, þá skaltu búast við að slái á höndina. Ef þú gerir það aftur, skaltu reikna með að ég bíti af þér hausinn.
Að gefa höggstað á sér með því að upplýsa sína nánustu um hvað maður þolir ekki, merkir ekki að þar með muni maður taka högginu án þess að slá á móti. Friðsamleg samskipti þegar það er mögulegt takk, en ef þú vilt leiðindi þá geturðu fengið þau.
Oftast er það maðurinn sjálfur sem skapar sér ögurstundir.
Sumir hlæja
Ég hlæ upphátt 5-6 sinnum á dag. Þ.e.a.s. ef ég hef félagsskap, ég hlæ sjaldan ein. Sumum finnst beinlínis óþægilegt að fara með mér í bíó eða leikhús af því að ég hlæ svo mikið og stundum ein í þokkabót. Í gær var mér sagt að ég hlæi stundum að einhverju sem er ekkert fyndið.
Og þá fór ég að hugsa um húmor. Af hverju hlæjum við? Mér koma nokkrar skýringar í hug. Halda áfram að lesa
Allt að gerast
Gifsveggur með einangrun verður að teljast ívið betri kostur en masónítplata. Hátíðasalurinn (sem sumir hafa af fávisku sinni kallað því óvirðulega nafni bakherbergi) hefur stækkað um 3 borð. Það verða nóg verkefni fyrir Saumfríði á næstunni.
Þjóðin vildi sjá stjörnur …
… en á þessum svartasta degi lýðveldisins lýsti himinn yfir þjóðarsorg.
Og á þessum tíma almennrar upplýsingar, slagaði Þjóðin niður Vesturgötuna, gapti upp í nornina sem stóð úti og samhryggðist landinu sínu og spurði: af hverju er rafmagnslaust?
Uppfært til skýringar: Tilefnið var viðburðurinn Slokkni ljós kvikni stjörnur Sama dag hófst vatssöfnun í Hálslón.
Lúxus nútímamannsins
-Þegar ungum manni er illt í pólitíkinni og maður getur ekkert gert til að laga það…
-Þegar maður veit af ósögðum orðum að honum er meira illt í erfiðri ákvörðun en pólitíkinni og gæti ekki létt honum þá ákvörðun þótt maður vildi…
-Þegar það eina sem maður getur gert er að vera til taks og það lagar samt ekkert…
Í velmegunarsamfélagi verður það samlíðunin með Ástu Sóllilju í heiminum.
Siðfræði dagsins
Man ekki hvar ég heyrði þessa sögu …
Einu sinni var lítil, feit mús sem hélt að hún væri fugl. Dag nokkurn var hún að leita sér að æti en það gekk fremur hægt þar sem hún var stöðugt gónandi upp í loftið til að gá hvernig gengi hjá hinum fuglunum. Allt í einu kom hún auga á glæsilegan örn sem sat í makindum hátt uppi í tré og virtist ekki þurfa að gera nokkurn skapaðan hlut. Halda áfram að lesa