Að hylja naflann

Afmæli Önnu. Bloggheimur mættur í grímubúningum og það virðist viðeigandi. Við erum uppdiktaðar persónur, allavega að nokkru leyti og gervið má nota til að viðhalda ákveðinni fjarlægð. Gott ef mér finnst ekki hálfóþægilegt þegar ég kynni mig sem Sápuóperu og viðmælandinn spyr um eigið nafn. Halda áfram að lesa

Jól í aðsigi -ííííts!

Ég sá á blogginu hennar Rögnu að þar á bæ er jólakortagerð að hefjast. Mikið lifandis skelfing eru þessar konur duglegar. Ég tel mig góða ef mér tekst að hefja jólaundirbúning 10. desember. Þegar ég verð búin að jafna mig eftir þetta smá slys sem ég lenti í um daginn (hélt að það væri bara smáskeina en reyndist hafa skorið inn í bein) og get farið að þrífa af einhverju viti heima hjá mér, get ég litið á það sem forstigsjólahreingjörning.

Kannski get ég notað dauða tíma í búðinni til að láta Búðarsveininn föndra fyrir mig jólakort. Það yrði fróðlegt að sjá útkomuna. Hann er listrænn strákurinn, samdi m.a. texta sem heitir „Ég elska að ríða Satan“ fyrir metal-hljómsveitina sína. Ég held samt að það sé ekki jólalag.

Lítil þúfa

Síðustu daga hef ég varið um 6 klst á læknabiðstofum. Á fimmtudagskvöldið steinleið yfir mig inni á læknavakt eftir gróteskar lýsingar á mögulegum afleiðingum þess að að meðhöndla sár í heimahúsum og tilvísun til handaskurðlæknis ef sýklalyf skiluðu ekki sýnilegum árangri á 30 klst. Í dag brosti annar læknir í kampinn og sagðist ekki hafa neina trú á þeim mikla tauga- og sinaskaða sem hinn læknirinn hafði spáð mér og fullkomlega óraunhæft að vænta árangurs á 30 klst þegar bólgan væri svona mikil. Halda áfram að lesa

Leiðrétting

Í gær þurfti ég að eyða klukkutíma á biðstofu. Tók upp sorprit af tilviljun og við mér blasti umfjöllun frá des 2005, sem ég hef ekki séð fyrr, þar sem Nornabúðin kemur við sögu. Þar er það haft eftir mér að með Ægishjálmi megi hleypa bráðabrókarsótt í konur.

Þetta hef ég auðvitað aldrei sagt enda er þetta tóm tjara. Eina leiðin sem ég þekki sem er til þess fallin að nota Ægishjálm í þeim tilgangi að koma konu til, er sú að húðflúra hann á kviðinn á Johnny Depp.

Leyniskjalið

Ég hef ekki verið eldri en fjögurra ára, kannski yngri, þegar ég áttaði mig á því að ef einhverju var haldið leyndu fyrir mér var ástæðan annað hvort mjög ánægjuleg, (t.d. afmælisgjöf) eða þá að leyndóið var líklegt til að vekja áköf mótmæli af minni hálfu. Halda áfram að lesa

Svindl

Ég er búin að verða mér úti um búning fyrir grímuballið hennar Önnu.

Nú þarf ég bara að færa 300 grömm af hvoru læri upp á brjóst. Sjálfvirka keppahristan mín fer langleiðina með það og restin hefst með kranavatni, feitum fiski og grænmeti. Auðvitað svindlar maður á hjarta og lungum með því að koma sér í form án hreyfingar en það er nú ekki eins og ég sé á leiðinni í World Class hvort sem er og trimform gerir mig flottari á einni viku en sund á þremur mánuðum. Gæti sjálfsagt náð svipuðu lúkki með pússööps og sjokköpps en mér finnst gaman að vera nakin.