Þessvegna

Smámsaman rennur upp fyrir þér að sérstaða þín byggist ekki á fötunum sem þú klæðist eða költinu sem þú kennir þig við. Þér verður ljóst að þú ert á vissan hátt eins og tökubarn frá fjarlægum heimshluta. Þótt þú sért uppalinn í heiminum er eins og blóðið í þér tilheyri allt annarri veröld sem þú verður að heimsækja til að átta þig á því hver þú ert. Halda áfram að lesa

Brill

Það hentaði mér ekki beinlínis vel að bíllinn skyldi bila viku áður en ég átti von á satanískum reikningi fyrir utanhússviðgerðunum. Viðgerðarkostnaðinum var skipt niður á tvö ár og um síðustu áramót þurfti ég að taka lán til að eiga fyrir honum. Það átti ekki að gerast aftur enda hata ég að sjá mínus á bankareikningunum mínum en allt leit út fyrir að bílabilunin hefði klúðrað fyrir mér ánægjunni af grænni tölu í stað rauðrar. Gól ég því seið og hét á Mammon að forða mér frá rauðu.

Rukkun vegna uatanhússviðgerðanna er komin inn á heimabankann hjá mér. Ef maður tekur greiðsluseðilinn fyrir fyrri hlutanum og dregur frá viðgerðina á bílnum, fær maður út töluna á þessum nýja. Upp á krónu.

 

Meira en hálfkomið

Þá er ég loksins endanlega flutt af Blogger. Nú get ég sett inn eins marga tengla og mér sýnist án þess að raska uppsetningu og er þegar búin að tengja á nokkra sem ég hef ekki getað fyrr. Eldri vefbókarfærslur (af reykjavikurdrama) eru komnar hér inn. Að vísu hafa komment farið til fjandans en þau voru hvort sem er ekki mörg.

Nú á ég bara eftir að læra á ljósmyndatrixið og þá verður allt ….komið.

 

Galdrabíllinn bilaði

Ég held að minn næst þarfasti þjónn sé að hefna sín fyrir vanræksluna. Þegar hann bilaði lofaði ég honum að senda hann í allsherjar yfirhalningu ef hann héldi út þar til hann kæmist á spítalann og það mun ég að sjálfsögðu standa við en dæmið verður svo dýrt að ég þarf líklega að leita til Mammons. Ég virðist vera í náðinni hjá honum svo það reddast. Eins gott samt að ég sé betri við Lærlinginn en bílinn, annars fer nú Mammon minn að verða þreyttur á mér. Halda áfram að lesa

As good as it gets

Hann: Svo þú hefur hitt einhvern?
Hún: Nei. Eða jú, kannski, en hann hitti aðra. Fínt samt að vita að það er ekki útilokað að ég hrífist af einhverjum á mínum aldri.
Hann: Það er víst eitthvað í gangi hjá þér, ég þekki þig.
Hún: Ég sver!
Hann: Hvaða blik er þetta þá í augunum á þér?
Hún: Ekkert.
Hann: Hahh, ég veit hver það er! Djöfull vissi ég það.
Hún: Jæja?
Hann: Ætlarðu að gera eitthvað í því?
Hún: Nei.
Hann: Því ekki?
Hún: Maður þarf ekki endilega að éta allar kökurnar í bakaríinu.
Hann: Þú mátt éta mig.
Hún: Æ góði, tantraðu tíkina þína.

Hann (leiður): Kannski ætti ég að láta þig í friði???
Hún (kuldalega): Þú gerir það sem þér finnst rétt.
Hann: Það er málið. Hjá mér er ekkert rétt eða rangt. Hjá mér er bara mun ég sjá eftir því? Og eitt veit ég með vissu; ef ég læt þig í friði, mun ég alltaf sjá eftir því.

Þögn.

Hann: So, maybe this is as good as it gets.
Hún: Já. Ég býst við því hjartað mitt. Það versnar varla úr þessu.

Sennilega ekki

Ég hef ekki fengið neinn greiðsluseðil til að borga af kreditkortinu og netbankinn minn þvertekur fyrir það að nokkurt kreditkort sé skráð á mig. Samt er ég nú með kort og hef ekki lent í neinum vandræðum með að nota það. Eitthvað á ég erfitt með að trúa því að kortafyrirtækið hafi ákveðið að láta mig fá kort sem ekki þurfi að borga af.

Dund, hvað það væri samt næs.