Lögmálin

Það eru all mörg ár síðan mér varð ljóst að lögmál markaðarins gilda um makaleit eins og allt annað. Takmarkað framboð kallar á stærri fórnir, lágt verð og slakur gæðastaðall fara gjarnan saman o.s.frv. Það sem er mikilvægast, ef þú ætlar að selja einhverjum þá hugmynd að hann hafi sérstaka þörf fyrir návist þína, er að planta þeirri grillu í kollinn á honum að hann sé mun spenntari fyrir því að „viðskiptin“ fari fram en þú og að hann þurfi að hafa dálítið fyrir því að sannfæra þig. Halda áfram að lesa

Gildran

-Nei sko! Ég fékk tölvupóst frá honum.
-Ekki svara strax! Láttu hann bíða smávegis, tvo daga minnst, helst þrjá.
-Eftir þrjá daga myndi ég nú bara afskrifa dæmið og snúa mér að næsta.
-Þú já en þú ert svo illa brennd að þú þolir minna en meðalmaðurinn. Fólk vill þjást. Það er engin tilviljun að þjást rímar við ást. Gerðu ráð fyrir að honum líði ekkert verr eftir tveggja daga bið en þér eftir tvo tíma.
-Ég trúi þessu ekki. Þú situr hér og plottar fyrir mig þótt þú vitir að það gæti orðið til þess að ég verði ekki lengur aðgengileg hvenær sem þér hentar.
-Ég elska þig nógu mikið til að sleppa takinu á pilsfaldinum.
-Ég veit það nú ekki. Þú veist líka að það síðasta sem ég geri er að þiggja góð ráð.
-Þú ert kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Verst að þínar leiðir hafa bara aldrei komið þér þangað sem þú vilt.
-Ef maðurinn missir áhugann á mér við það að vita að ég sé spennt fyrir honum, þá gengur þetta ekki hvort sem er.
-Gott og vel, en ég ER strákur þótt þú sjáir mig ekki sem kynveru og ég veit hvað kveikir í strákum.
-Ég vil ekki með í svona asnalegu leikriti.
-Fínt, drífðu endilega í að klúðra þessu. Ég ætti ekki að reyna að hafa vit fyrir þér, þegar allt kemur til alls hef ég hagsmuni af einlífi þínu.
-Ég lifi hálfu lífi mínu í lélegri sápuóperu. Ég kom mér í þessa aðstöðu sjálf en það er ekki þar með sagt að ég ætli aldrei að vera til nema sem sögupersóna, sagði ég og ýtti á send.

-Ég vona að þú finnir einhvern með þinni eigin aðferð. Einhvern sem verður góður við þig, sagði hann blíðlega.
-Nei, það vonar þú ekki, sagði ég í öllu freðýsulegri tón. Það sem þú vonar er að ég finni einhvern fávita fyrst ég þarf endilega að vera að þessu brölti á annað borð. Svo getur þú farið í rústabjörgunarleik þegar það klikkar.
-Já. Ég fæ kikk út úr því að horfa á þig þjást.
-Ekki þannig séð, but it makes you feel needed.
-Og þú heldur að í lífi mínu sé einhver skortur á fólki sem þarfnast ástúðar?
-Nei en enginn þekkir mig eins vel og þú og það er kikk að vera einstakur.

-Hvað er að Eva?
-Ekkert.
-Þú ert köld og fjarræn og þú slettir ensku. Mjög ólíkt þér verð ég að segja og þú ert vond við mig. Eiginlega hef ég fullan rétt á að vera reiður.
-Ég sé engan hér sem bannar þér að vera reiður. Tíkin þín verður að taka það að sér eins og svo margt annað.
-Þú gerir þér semsagt ekki grein fyrir því sjálf hvað er að hrjá þig?
-Jújú en þú getur ekki lagað það.

Þá horfði hann á mig eins og hann hefði séð geimveru og sagði:
-Drottinn minn dýri. Þú heldur í alvöru að þú sért persóna í leikriti. Og nú ætlar þú að taka sorgarferlið út áður en þú stígur á svið, svo þú haldir andlitinu sýninguna á enda.

Þá þótti mér ég fara að gráta og þá vaknaði ég.

Í upphafi var orðið

og orðið var Gvuð.

Og Gvuð var gjörsamlega að kafna úr stjórnsemi og frekju og setti þessvegna reglur um allan andskotann. Sumar reglurnar skrifaði hann á leirtöflur en þetta var fyrir tíma lyklaborðsins og hann varð fljótt svo þreyttur á að krafsa í leirinn að hann ákvað bara að hafa flestar reglurnar óskráðar. Halda áfram að lesa

Rótin

Vinur minn Mammón er tíður gestur í Nornabúðinni þessa dagana. Návist hans gleður mig svo ákaflega að ég finn ekki einusinni hjá mér sérstaka hvöt til að hafa vit fyrir verslunaróðum viðskiptavinum. Ég hef iðulega klúðrað góðri sölu með því að benda viðkomandi á að val hans/hennar sé ekki sérlega skynsamlegt en jólunarröskun landans og hagsmunir mínir fara saman og hagsmunir eru sterkari en siðgæði, lets feis itt.

Og þannig verður kapítalisti til.