Sonur minn Sérvitur kom heim um miðja nótt, lyktandi eins og hangikjötslæri. Hafði farið með Björgunarsveitinni upp á Tindfjöll og lent í ævintýri sem fól í sér reykjandi kamínu. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Sagan öll
Betri helmingurinn
Ave
Stefnum hærra
Manninum ku víst vera eiginlegt að setja sér markmið. T.d. að ljúka doktorsprófi eða verða Ólympíumeistari. Ég hef líka markmið. Ég ætla að vera algjörlega laus við appelsínuhúð (fallegt orð yfir mörkögglaáferð) á afmælinu mínu. Allt útlit er fyrir að ég nái því löngu áður.
Kannski ætti ég að setja mér aukamarkmið svo ég koðni nú ekki niður í vesældóm og hégómaleysi. Ég gæti t.d. sett mér það markmið að hengja upp úr þvottavélinni áður en þvotturinn fer að mygla.
Bragð
-Hæ?
-Já ég er vöknuð. Góðan dag.
-Ertu búin að taka eftir því að ég svaf hjá þér?
-Svafstu eitthvað, eða lástu bara og horfðir á mig slefa á koddann?
-Ég svaf. Steinsvaf. Og vaknaði hjá þér. Beittirðu einhverskonar galdri?
-Ég held að yfirleitt sé það nú ekki kallað galdur en ef það virkar þá er ég sátt.
-Fokk já. Það virkar.
-Þá vitum við hvað við þurfum að gera næst.
-Ég gæti lifað með því Eva. Ég gæti algjörlega lifað með því. Halda áfram að lesa
Valkostur
Sumir eru fæddir til eymdar. Þeir sem fæðast með alnæmi í stríðshrjáðu landi eiga ekki greiðan aðgang að ævarandi hamingju. En í flestum tilvikum á það við sem kona nokkur orðaði það svo vel að „eymd er valkostur“. Ég hef vel því fyrir mér hversvegna sumir kjósa að nema land í Eymdardal og setjast þar að. Maður hefði haldið að vistin þar væri nógu ömurleg til að enginn kysi hana sjálfviljugur. Allt hefur þó sína kosti og fyrst fólk velur sér þetta hlutskipti sjálft, hlýtur það að græða eitthvað á því. Ég hef óljósan grun um kosti þess að búa í Eymdardal og kannski eru þeir miklu fleiri. Allavega held ég að helsti ávinningur af því sé þessi: Halda áfram að lesa


