Mörg drösl

Í hvert sinn sem ég flyt öðlast ég nýja trú á mannskepnuna.

Mér þykja flutningar alltaf erfiðir og kvíðvænlegir og ég hef fyrir satt að ég sé ekkert ein um það. Ég hef enga ástæðu til að halda að öðrum þyki skemmtilegt að bera húsgögnin mín og bókakassana, skrúfa niður ljós, festa upp hillur og allt annað sem fylgir þessu veseni. Samt er alltaf nóg af fólki boðið og búið að hjálpa mér á allan hátt. Oftast fólk sem ég hef aldrei hjálpað við flutninga. Halda áfram að lesa

Það skyldi þó aldrei vera

Lærlingurinn: Ég held að konur fái eitthvað sérstakt kikk út úr því að þrífa.
Nornin: Við fáum kikk út úr því að hafa hreint í kringum okkur, ekki út úr því að þrífa.
Lærlingurinn: Jú, ég held að þið fáið kikk út úr því. Þú ert t.d.rosalega einbeitt með kúst og tusku.
Nornin: Mmmphrfmp. Þú ert ekki svo vitlaus. Ég drep náttúrulega skít. Það er ákveðið kikk fólgið í því að drepa.
Lærlingurinn: Ég held að ríki þögult samkomulag á milli kynjanna. Karlinn fær útrás fyrir kynhvötina og í staðinn fær konan að þrífa.

Herdís en ekki herligt

Ég var að fá ábendingu um villu sem ég ætlaði hreinlega ekki að trúa á.

Það á víst að vera Þar var Herdís, þar var smúkt.

Ég hef alltaf sagt herligt enda passar það algerlega við samhengið. Allar útgáfur sem ég hef fundið á netinu segja hinsvegar Herdís.

Getur einhver sagt mér hver þessi Herdís var?

 

Skýring

Af hverju datt mér ekki strax í hug það augljósa? Talan stemmir við pund en ekki kg. Líklega hefði ég áttað mig á þessu strax ef ekki hefði staðið 21,6 kg á blaðinu heldur bara 21,6. Af hverju hef ég svona sterka tilhneigingu til að trúa öllu sem ég les?