Í hvert sinn sem ég flyt öðlast ég nýja trú á mannskepnuna.
Mér þykja flutningar alltaf erfiðir og kvíðvænlegir og ég hef fyrir satt að ég sé ekkert ein um það. Ég hef enga ástæðu til að halda að öðrum þyki skemmtilegt að bera húsgögnin mín og bókakassana, skrúfa niður ljós, festa upp hillur og allt annað sem fylgir þessu veseni. Samt er alltaf nóg af fólki boðið og búið að hjálpa mér á allan hátt. Oftast fólk sem ég hef aldrei hjálpað við flutninga. Halda áfram að lesa