Undir niðri

-Ég verð að játa að þú hefur góðan smekk, sagði ég en stillti mig um að stynja, því það er ekki til siðs að leyfa nautn sinni háværa útrás á hamborgarastað í hádeginu.
-Gráðostur virkar, sagði hann. Það fáránlega er að hann heitir „Gleymmérei“ á matseðlinum. Eins og nokkur gæti gleymt slíkum hamborgara. Halda áfram að lesa

Sápa dagsins

Í morgun sofnaði ég aftur. Mætti seint í ræktina og lauk ekki einu sinni æfingunni þar sem mér varð það á að falla í faðm svitastokkins lögregluþjóns.

Ekki hefði mig grunað það, þegar ég réð hann, fimmtán ára að aldri, til að gæta drengjanna minna, að síðar fengi hann vinnu við að handataka þá (þ.e.a.s. Byltinguna. Pysjan hefur ekki verið handtekinn ennþá.) Þeir voru nánast eins og bræður og þótt handtökur séu í eðli sínu fremur hvimleiðar, ríkir ákveðinn skilningur á báða bóga.

Það kemur mér ekki sérlega á óvart að Vörður laganna býr í Mávahlíðinni. Ég er einmitt að flytja þangað í ágúst.