Ég held að reyklaust djamm passi mér mun betur en það sem ég hef áður reynt en verð samt að játa á mig ákveðnar efasemdir. Af hverju ekki djamm að degi til með zero hávaða, zero ofuölvun og zero biðröðum? Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Sögusmettan
Bókin sem Ámann spyr um heitir Sesselja Síðstakkur. Ég man ekki eftir neinu öðru úr þeirri bók, veit ekki hver höfundur er eða einu sinni hvort hún er íslensk eða þýdd úr öðru máli.
Þetta hlýtur að vera mjög eftirminnileg málsgrein. Og sönn.
Já en er þetta ekki ólöglegt?
Stefán og drengirnir hans fóru með mér á matar og menningarkvöldið hjá félaginu Ísland-Palestína í gær. Halda áfram að lesa
Ég læt sem ég sofi
Ligg vakandi og gæti þess að hreyfa mig varlega. Heyri samt á andardrætti þínum að líklega ert þú vakandi líka. Halda áfram að lesa
Undir niðri
-Ég verð að játa að þú hefur góðan smekk, sagði ég en stillti mig um að stynja, því það er ekki til siðs að leyfa nautn sinni háværa útrás á hamborgarastað í hádeginu.
-Gráðostur virkar, sagði hann. Það fáránlega er að hann heitir „Gleymmérei“ á matseðlinum. Eins og nokkur gæti gleymt slíkum hamborgara. Halda áfram að lesa
Sápa dagsins
Í morgun sofnaði ég aftur. Mætti seint í ræktina og lauk ekki einu sinni æfingunni þar sem mér varð það á að falla í faðm svitastokkins lögregluþjóns.
Ekki hefði mig grunað það, þegar ég réð hann, fimmtán ára að aldri, til að gæta drengjanna minna, að síðar fengi hann vinnu við að handataka þá (þ.e.a.s. Byltinguna. Pysjan hefur ekki verið handtekinn ennþá.) Þeir voru nánast eins og bræður og þótt handtökur séu í eðli sínu fremur hvimleiðar, ríkir ákveðinn skilningur á báða bóga.
Það kemur mér ekki sérlega á óvart að Vörður laganna býr í Mávahlíðinni. Ég er einmitt að flytja þangað í ágúst.
Fimm ára planið
Eiginkona Ojmingjans hefur góða ástæðu til að óttast heilaga reiði mína.
Ég held hinsvegar að sálfræðingurinn minn sé miklu hræddari við mig en hún.