Skiljanlegt

natoVinkona mín hefur komist að þeirri niðurstöðu að innrás Bandaríkjamanna í Afghanistan hafi verið “skiljanleg”.

Já. Ég skil þá vel. Ég skil líka ofsóknir Nasista á hendur Gyðingum. Ég skil yfirgang Ísraelsmanna í Paelstínu. Ég skil kosningasvindl og mannréttindabrot. Ég skil ofbeldismenn og morðingja. Ég skil náttúruníðinga, ég skil foreldra sem vanrækja börnin sín.

Mannkynið stjórnast af græðgi, sjálfselsku og ótta. Það er okkur eðlislægt að valta yfir aðra, kúga þá og svívirða sem minna mega sín og ryðja þeim úr vegi sem hindra okkur í því að fá það sem við viljum. Þessvegna eru allar mannanna misgjörðir ósköp skiljanlegar.

Hvort þær eru réttmætar er allt annað mál.

Bandaríkin eru eins og allir vita æðisleg. Þar á frelsið lögheimili og hann líka hann Gvuð almáttugur. Hann stendur með heimsveldinu og heimsveldið er þessvegna hafið yfir það sem er rétt, gott og siðlegt. Það er líka afskaplega skiljanlegt.

Ég er fylgjandi þrælahaldi

nesjavellir_310311Ég er fylgjandi þrælahaldi. Það merkir ekki að ég sé neitt á móti svertingjum. Ég tel að mannréttindasjónarmið og þrælahald geti alveg farið saman. Ég er t.d. alfarið á móti því að svelta þræla eða hýða þá ef er hægt að komast hjá því. Þessi svokölluðu mannréttindasjómarmið eru ekki einu sinni sérlega mannúðleg. Í raun er það svertingjum fyrir bestu að losna úr ömurlegum aðstæðum í Afríku og vinna einföld störf í vernduðu umhverfi.

Það er falskur tónn í málflutningi þeirra sem vilja ekki þrælahald en vilja samt vera ríkir og njóta góðrar þjónustu. Hvernig eigum við að hækka lifistandardinn ef við þufum endalaust að greiða laun og launatengd gjöld? Þeir sem leggjast gegn þrælahaldi jarma stöðugt um mannréttindi en koma ekki með neinar lausnir.

Þetta mannréttindalið er alveg jafn fatlað og umhverfisverndarpakkið. Sömu ruglrökin, náttúran á sig sjálf, náttúran hefur sinn rétt, réttur óæðri vera skiptir meira máli en okkar gróði, náttúruvernd borgar sig til langs tíma litið. Sömu rökin. Sömu aularnir.

Fasismi dagsins

stafsetingÉg er orðin hundleið á málfarsfastisum sem heimta að fólk eyði ómældum tíma í að læra flókin og forneskjuleg málkerfi í stað þess að sætta sig við eðlilega þróun tungumálsins.

Það er tímafrekt að vera Íslendingur í dag. Fyrir utan fulla vinnu þarf maður að horfa á 5-6 raunveruleikaþætti á viku, til að vera viðræðuhæfur um það sem er að gerast í samfélaginu. Svo þarf að fara í ræktina til að sporna gegn þeirri offitu sem eðlilega fylgir aukinni velmegun og framþróun í tækni og vísindum. Halda áfram að lesa

Er píkutalsaðferðin vísindaleg?

blattÉg veit ekki hver setti fram þá kenningu að klám hvetti til kynferðislegs ofbeldis en píkutal antiklámhunda drægi hins vegar úr því. Ég veit heldur ekki með hvaða rökum.

Ef nauðgarar ákveða að finna sér geðslegra áhugamál eftir að sjá alþingiskonur gera sér upp fullnægingu á sviði er það vel. Ef það heldur aftur af dónaköllum að heyra lítil börn lýsa því yfir í sjónvarpi að þeir megi ekki dónast í þeim þá er sjálfsagt að nota þá aðferð. Halda áfram að lesa

Bakkafylli dagsins

muslimarÉg hef ekkert tjáð mig um skopmyndamálið fyrr en nú. Hef bara ekkert um það að segja sem aðrir mér ritfærari og vinsælli hafa ekki þegar sagt. Þessvegna finnst mér svolítið dapurlegt til þess að vita að fólk sem ég taldi fremur skynsamt virðist ennþá, eftir alla þessa umræðu líta á málið sem talandi dæmi um húmorsleysi og trúarofstæki múslima. Halda áfram að lesa

Klukknaskark

Church_Bells_Narikala_fortress

Nú er ég ekki sögufróð en ég held að sá siður að hringja kirkjuklukkum hafi á sínum tíma þjónað þeim praktíska tilgangi að minna fólkið á að messa væri að hefjast. Nokkuð snjallt ráð í samfélagi þar sem flestir fóru í sunnudagsmessu en fáir gengu með úr. Halda áfram að lesa