Þversögnin í umræðunni um Silvíu Nótt

sylvíaÍslendingar lifa sig inn í Júróvissjón. Annað menningarlíf leggst nánast af á meðan á keppninni stendur og þjóðin liggur í þynnku daginn eftir.

Íslendingar senda fulltrúa sinn til keppni. Að þessu sinni kemur meirihlutinn sér saman um leikna persónu, holgervingu sýndarraunsæisstefnunnar sem gegnsýrir alþýðumenningu okkar þessa dagana. Halda áfram að lesa

Vinsældaþversögnin

peanutsTil eru nokkur einföld trix sem allir geta tileinkað sér og eiga víst að afla manni vinsælda. T.d. að brosa mikið, sýna viðmælandanum áhuga, gefa honum færi á að tala um sjálfan sig og hrósa honum. Forðast sjálflægni í lengstu lög. Halda áfram að lesa

Lögreglan upprætir galdrakúnstir

100px-AngurgapiSíðustu nótt gerðist það, í fyrsta sinn á þessari öld, (eða það ætla ég að vona) að lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af galdraiðkunum. Það var sonur minn Byltingin sem komst í kastið lögin eða öllu heldur verði laganna því hann var ekki að gera neitt ólöglegt. Halda áfram að lesa

Þá verðum við ekki ljóti andarunginn

nato_skilti_stor_280114Æ æ. Það yrði nú ljótan ef við yrðum eina liðið í félaginu án loftvarna. Sem betur fer er til einföld lausn.

-Við ættum fyrst að vera stolt af því að vera eina Natóríkið án loftvarna.
-Næst ættum við að draga fyrir dóm þá menn sem hafa gefið okkur ástæðu til að óttast að aðrar þjóðir líti á okkur sem óvini, biðja Íraka formlega afsökunar og biðja þá að líta á þá stefnu okkar að vera vopnlaus og varnalaus sem merki innilegrar iðrunar.
-Við ættum að sýna friðarvilja okkar með því að kjósa ekki á þing þá sem hlaupa með lafandi tungu á eftir stríðsherrunum, heldur hina sem vilja losa okkur undan þeirri smán að eiga aðild að hernaðarsamtökum.

Ef við gerum það verðum við ekki lengur eina ríki Atlantshafsbandalagsins án loftvarna.