Þrjúþúsund sjöhundruð níutíu og sex

Þegar ég kom til Íslands í sumar líkti ég sölu á grænmeti og ávöxtum á Íslandi við skipulagða glæpastarfsemi. Ég er nefnilega vön að kaupa gulrætur á 181 kr/kg í Glasgow og tvær melónur saman á sem svarar 544 kr. (tilboð sem hefur verið í gildi í matvörubúinni næst okkur þessa 18 mánuði sem ég hef búið þar.) Ég fann þessar vörur ekki á svipuðu verði í Reykjavík. Stuttu síðar birtust fréttir af því að á Íslandi væri  innkaupakarfan ódýrust á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Halda áfram að lesa

Íslenska velferðarkerfið?

Vinkona mín veiktist alvarlega á síðasta ári. Kostnaður hennar við læknisþjónustu og lyf á árinu nam 330.000 krónum.

Ég á tvær vinkonur sem hafa leitað á slysadeild á síðustu vikum. Önnur beið í 6 klukkustundir áður en læknirinn rétt leit á hana og sagði henni að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Hún borgaði 5600 kr fyrir það. Hin beið í 7 klukkustundir og var sagt að fara til heimilislæknis. Halda áfram að lesa

Pyntingaklefar

Eitt af því sem við skoðuðum í Úganda var dýflissan þar sem Idi Amin lét þá sem hann taldi til fjandmanna sinna rotna í hel í bókstaflegri merkingu.  Forsetahöllin, Mengo-höllin eins og hún er kölluð eftir hæðinni þar sem hún stendur, er frekar nútímaleg bygging. Höllin sjálf er lokuð ferðamönnum en hægt er að skoða dýflissuna sem er þar í bakgarðinum. Halda áfram að lesa

Auto diss

Þann 29. janúar sendi ég fyrirspurn til Menntamálaráðuneytisins. Ég fékk svar strax daginn eftir. Ekki svar við fyrirspurninni enda átti ég alls ekki von á henni yrði svarað alveg strax heldur bara staðfestingu á því að póstur hefði verið móttekinn. Það er kurteisi sem allar opinberar stofnanir ættu að viðhafa en tíðkast því miður ekki allsstaðar. Halda áfram að lesa

Varðandi hetju ársins

Mikið hefur verið rætt um kosningu Hildar Lilliendahl sem hetju ársins og halda margir því fram að svívirðingum hafi rignt yfir hana.

Þegar frétt fær meira en 4000 ummæli er ekkert undarlegt þótt meðal þeirra sé eitthvert ógeð. Það er verðið sem við greiðum fyrir frjálsan aðgang allra að umræðunni, óháð greind, innræti, geðheilbrigði og stafsetningarkunnáttu. Ég nennti ekki að lesa nema 134 innlegg. Ef er eitthvað að marka það úrtak voru fáir úr hópi hinna 7800 stuðningsmanna Hildar Lilliendahl sem tjáðu sig á kommentakerfinu en stór meirihluti þeirra kommentara sem ég las lýsti óánægju með að Hildur hefði orðið fyrir valinu. Flestir gerðu það án þess að nota fúkyrði. Halda áfram að lesa

Trúboð í skólum er ekkert skaðlegt

Hvernig getur það skaðað börn þótt prestar heimsæki skólann, tali um kærleika og miskunnsemi og kenni börnunum að spenna greipar? Hafa þau eitthvað illt af því að læra að syngja Jesús er besti vinur barnanna? Ef þetta flokkast sem trúboð, hvernig stendur þá á því að mörg þessara barna verða samt trúleysingjar? Halda áfram að lesa