Ein lítil saga úr heilbrigðiskerfinu

Vinkona mín hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu ár. Hún fékk m.a. banvænan sjúkdóm og hefur þurft að undirgangast ýmsar rannsóknir og lyfjameðferð vegna þess, auk þess að þarfnast endurhæfingar og dvalar á sjúkrahóteli. Ég vissi að Íslendingar greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa en nágrannaþjóðirnar en þegar ég sá upphæðirnar sem þessi vinkona mín hefur þurft að greiða, gekk gjörsamlega fram af mér. Halda áfram að lesa

Samfélag og fyrirgefning

Þegar upp koma hneykslismál verður fólki tíðrætt um iðrun og fyrirgefningu. Þess er krafist að stofnanir, stjórnmálamenn og frægt fólk, sem hefur á einhvern hátt misboðið siðareglum samfélagsins, viðurkenni misgjörðir sínar og sýni iðrun. Opinber afsökunarbeiðni virðist þó sjaldan ef nokkurntíma duga til þess að viðkomandi fái fyrirgefningu. Halda áfram að lesa

Til hamingju með Kjarnann

Kjarninn lofar góðu.

Engar munnmælasögur, því síður rassmælasögur.  Ekki yfirborðslegar smelludólgafréttir heldur vönduð, ítarleg umfjöllun.

Og frábær árangur að fá yfirvaldið upp á móti sér strax með fyrsta tölublaði. Endilega dreifum þessum leyniupplýsingum sem víðast.

Sannleikurinn er hættulegur, einkum ef hann fær að koma fyrir sjónir almennings. Þessvegna þurfum við fólk eins og aðstandendur Kjarnans.

Til hamingju Kjarni.
Til hamingju Ísland.

Mikilvægasta máltíð dagsins

Fyrir mig er kvöldverðurinn mikilvægasta máltíð dagsins. Morgunmaturinn minn, sem er einn kaffibolli, er líka mikilvægur en ég myndi frekar sleppa honum en kvöldmatnum.

Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að morgunverðurinn sé mikilvægari en aðrar máltíðir. Það má vel vera að hann sé mikilvægastur fyrir íþróttamenn og fólk í erfiðisvinnu en margir finna ekki fyrir neinni þörf til að borða á morgnana. Og það er bara allt í lagi því það er ekkert sem bendir til þess að fólk hafi gott af því að borða ef það er ekki svangt.

Íslenska aðferðin

Byggja sem flest hótel til að taka vel á móti ferðamönnum og gera allt sem hægt er til að laða sem flesta til landsins. Rukka þá svo (og einnig Íslendinga því ekki getum við mismunað fólki) fyrir aðgang að náttúrunni til að sporna gegn eyðilegginunni sem álagið hefur í för með sér.

Væri ekki einfaldara að vernda landið gegn ágangi ferðamanna með því að byggja bara ekkert fleiri hótel?

Væri það ekki líka afbragðs forvarnaraðgerð gegn gjaldþrotum þegar krónan styrkist og dregur úr ferðamannastraumnum?

Af hverju í ósköpunum er þessi bóluhagfræði svona vinsæl?