Ég var fyrst núna að lesa þessa grein eftir Guðmund Andra. Finnst hún góð. Læt fljóta hér með tilvitnun í bréf frá Árna Finnssyni:
“Lögreglustjóri ríkisins vill gjarnan láta til sín taka þegar mótmælendur láta til sín taka. Sagt er að senda verði skýr skilaboð til mótmælenda þess efnis að ólögleg mótmæli verði ekki liðin. Skilaboðin eru þó ekki svo einföld. Af hálfu dómsmálaráðherra og stjórnvalda er verið að senda þau skilaboð til álfyrirtækja að þeim verði óhætt á Íslandi. Þau þurfi ekki að óttast mótæmæli af því tagi sem Miriam Rose tók þátt í.”