Mótmælendur þurfa að halda áfram

Kröfurnar hafa ekki bara snúist um kosningar, heldur ber þær flestar að sama kjarnanum; að spilling verði upprætt. Það er ekki nóg að kjósa. Við þurfum líka að losna við stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og taka til í bönkunum, finna leið til að láta útrásarvíkingana axla ábyrgð og koma á stjórnkerfi sem býður ekki upp á það að endalaust vald safnist á örfáar hendur.Ef það eina sem breytist er að skipt verði um rassa í ráðherrastólunum, getum við átt von á sannkallaðri uppreisn með haustinu.Við getum nú slakað á gagnvart kröfunni um kosningar og lagt þeim mun meiri áherslu á önnur mál. Næsta krafa sem ég vil ná í gegn er að losna við Davíð. Ég vona bara að hann fari ekki vegna veikinda, heldur vegna réttlætisins.

Óvænt ástæða fyrir kosningum

Ömurleg ástæða. En niðurstaðan er góð. Ríkisstjórnin fer.

Það kom reyndar fram í áramótaspá minni að andlát áhrifamanns eða banvæn veikindi yrðu til þess að hann félli úr leik. En ég hélt að það yrði Ingibjörg Sólrún. Við fáum væntanlega einhverskonar kosningar í vor en það verða samt haustkosningar.

Ég votta Geir og fjölskyldu hans samúð mína vegna veikindanna.

Voru raddir fólksins þá falskar?

mbl.is Hænuskref í rétta átt

Kröfurnar sem hafa hljómað á Austurvelli 15 laugardaga í röð eru þessar:-Ríkisstjórnina burt núna. Þjóðstjórn núna, kosningar í vor.

-Bankastjórn Seðlabankans burt.

-Stjórn Fjármálaeftirlitsins burt.

Getur einhver af þessum ‘röddum fólksins’ sem hafa drullað yfir Hörða Torfason hér á blogginu, gefið mér ástæðu fyrir því að slá af þessum kröfum núna? Var röddum fólksins virkilega ekki meiri alvara en svo að veikindi eins manns þyki mikilvægari en framtíð lands og þjóðar?

Þvagleggur sýslumaður bara í ham

Þvagleggur sýslumaður á Selfossi er víst búinn að gefa út handtökuskipanir á 370 manns. Frekar hátt hlutfall finnst mér. Það kemur ekki á óvart að einmitt þessi sýslumaður skuli fara offari í handtökugleði sinni. Enn einn skandallinn að þessi maður skuli hafa haldið embætt sínu eftir þvagleggsmálið. Manni fallast hendur þegar maður fer að telja saman hve mörgum óbermum þarf að koma frá völdum.

Það sorglegasta er samt að ef þessir 370 stæðu saman og berðust gegn þvaglegg sýslumanni í stað þess að láta bara handtaka sig, þá væri sennilega hægt að knýja fram eitthvert réttlæti. Og nei, það getur ekki verið fullkomlega réttlátt að 370 manns á ekki stærra svæði sæti fjárnámi. Eitthvað af þessum málum hlýtur að skýrast af fleiru en óráðsíu og sviksemi.

mbl.is 500 mál enda hjá lögreglu

Löggan átti ekkert með að fjarlægja Ástþór

Mér skilst að lögreglan hafi fjarlægt Ástþór og föruneyti hans. Þeir áttu auðvitað ekkert með það. Ástþór hefur alveg sama rétt á að mótmæla og annað fólk og hann má alveg ráða því hvar og hvenær. Að vísu var bæði bjánalegt og ósmekklegt af honum að velja þessa stund og þennan stað en lögreglan átti samt ekkert með að fjarlægja hann.

Ég skil lögguna alveg því ef þeir hefðu ekki stöðvað þessa uppákomu hefðu mótmælendur gert það og hugsanlega hefði komið til átaka. En löggan hafði samt ekki neinn rétt til þess að skipta sér af þessu. Reyndar, ef þeir væru sjálfum sér samkvæmir, hefðu þeir átt að sjá til þess að Ásþór fengi að halda sinn fund óáreittur. Og þá hefði nú aldeilis orðið líf í tuskunum.

mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli

Ekki ólöglegur heldur bjánalegur

Nei Hörður, fundur Ástþórs og þjóðernissinnanna er ekkert ólöglegur. Það er bara mjög bjánalegt af þeim að efna til fundar sem hefur þann tilgang einan að fokka upp andspyrnuhreyfingunni á Íslandi og mann rennir í grun að hvítliðar séu að notfæra sér veikleika Ástþórs.Einkum og sér í lagi er þó hallærislegt af þessum hóp að nota slagorðið ‘sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér’, þegar tilgangur samtakanna virðist vera sá að sundra mótmælendum.Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi uppákoma setji stórt strik í reikninginn. Frekar að hún trekki að því það er alltaf gaman af  jólasveinum.

mbl.is Fundurinn ólöglegur?