Í tilefni af umræðu um skattheimtu …

Það er ofbeldi að bjóða fólki upp á að vinna 40 stunda vinnuviku fyrir launum sem duga því ekki til framfærslu meðalstórrar fjölskyldu.

Það er vítaverð vanræksla sem jafna má við ofbeldi að tryggja ekki þeim sem eru óvinnufærir nægar tekjur til að standa undir framfærslu meðalstórrar fjölskyldu auk þeim sérþörfum sem fylgja örorkunni.

Skattheimta er ekki ofbeldi heldur lögmæt valdbeiting sem m.a. er ætlað að bæta fyrir þessi brot kapítalismans.

Umræða hér

Varðandi borgaralaun og iðjuleysingja

Það er enginn skortur á iðjulausu fólki á fullum launum, það heita bara biðlaun en ekki borgaralaun og eru einungis í boði fyrir fólk sem hefur ekkert með meiri peninga að gera.

Einnig er nokkuð um að fólk sé á fullum launum við störf sem ekkert gagn er að og í sumum tilvikum til óþurftar. Það mætti leggja þau störf niður og jafnvel heilu stofnanirnar.

En sennilega er það ekki aðallega kostnaðurinn sem mönnum svíður, heldur er það hugmyndin um að fátæklingar geti leyft sér að gera áhugamál sín að meginviðfangsefni og kannski atvinnu, sem er svona óbærileg.

Huh

612602EM afstaðið svo vonandi er nú þjóðernisstandpína síðustu vikna eitthvað að hjaðna.

Ég veit ekki hversu margir það voru sem mættu á Arnarhól og nærsveitir til að húa á landsliðið. Örugglega fleiri en á Wintris-mótmælin. Fleiri en á Gay-Pride. Sennilega fleiri en á Menningarnótt. Halda áfram að lesa

Ofmetið

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153447801407963