Þetta er nú dálítið vangefið

Kæra Freyja

Það er enginn að gera lítið úr fötluðum með því að benda á hið augljósa, að fötlun skerðir möguleika fólks á að vera sjálfbjarga.

Ég ber mikla virðingu fyrir þinni baráttu fyrir réttindum fatlaðra og finnst þú stórkostlegur karakter. En ég er fegin að vera ekki í þinni aðstöðu og ég mér finnst jákvætt þegar tekst að ráða við sjúkdóma sem með tímanum valda fötlun. Mér þætti líka jákvætt að vilja koma í veg fyrir að ríkisútvarpið lamist. Lamist í þeirri merkingu að geta ekki sinnt hlutverki sínu, alveg eins og lamaður líkami getur ekki sinnt þörfum manneskjunnar sem hann hýsir.

Er einhver hissa á því að RÚV geti ekki sinnt öryggishlutverki?

RÚV vissi ekki af þessu!

Einhver gaf þá skýringu að lögreglunni þætti ekki jákvætt að of margir vissu af hættuástandi á meðan það stæði yfir. Ég er viss um að ríkislögreglustjóri sér heldur ekkert jákvætt við að almenningur viti að greiningardeild hefur útvegað erlendum njósnastofnunum upplýsingar um íslenska borgara. Það er ekki í verkahring lögreglunnar að meta hvort það er jákvætt eða neikvætt að almenningur fái fréttir.

Ég vil fá að vita hvar skotbardagar eru í gangi. T.d. vil ég geta gengið úr skugga um að ættingjar mínir og vinir sem búa í hverfinu séu óhultir. Ég vil geta forðast að fara á svæði þar sem átök eru í gangi. Ég vil líka fá fréttir af náttúruhamförum og stórslysum strax. Að sjálfsögðu á lögreglan að láta ríkisútvarpið vita af skothríð inni í íbúðarhverfi.

Skotinn

Þegar banaslys verða er venjulega beðið með að tilkynna nafn hins látna þar til tryggt er að aðstandendur hafi fengið fréttirnar. En þegar maður fellur fyrir byssuskoti lögreglu þá eru samdægurs birtar um hann upplýsingar sem benda öllum sem til hans þekkja á nafn hans. Hver er tilgangurinn með þessari frétt?

Ætli aðstandendur hafi verið spurðir álits á því hvort fjölmiðlar birtu upplýsingar sem jafngilda nafnbirtingu? Ég skil alveg að blaðamenn stígi varlega til jarðar svona á fyrsta degi. Það eru örugglega margir í löggunni í sárum líka. En lá virkilega meira á að upplýsa um það hver maðurinn er en hver það var sem skaut hann?

Hvar er blaðið?

„Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, sagði síðastliðinn fimmtudag að skjal innanríkisráðuneytisins um hælisleitendur sem vísað var til í fréttum Vísis og Mbl væri ekki til inni hjá ráðuneytinu. “

Bíddu nú við, var ekki Hanna Birna að tala um það á Alþingi í dag að þetta blað hefði verið sent mörgum stofnunum og lögmönnum? Ef blaðið er ekki til af hverju segir hún þá ekki að það sé ekki til? Og hvaðan kemur þetta blað ef ekki úr ráðuneytinu? Er einhver að falsa gögn?

Ég er með afrit af þessu minnisblaði. Hverjir höfðu aðgang að því utan ráðuneytisins?

http://www.dv.is/frettir/2013/11/25/raduneytid-heldur-gognum-fra-logmonnum/einhver að falsa gögn?

Fórnarlambsrunk dagsins

Við konur eigum svo bágt. Við erum svo litlar og hræddar og lamdar og kúgaðar að jafnvel þótt staðreyndin sé sú að miklu fleiri karlar en konur látist vegna ofbeldis þá ber ÞÉR persónulega sem fulltrúa hins viðurstyggilega nauðgarakyns að hætta að vera svona mikið ógeð. En jafnvel þótt ÞÚ hættir að vera ógeð, sem þó er ólíklegt, munu flestir karlar halda áfram að halda okkur litlu og hræddu vesalingunum í heljargreipum og halda áfram að banna okkur að spila á hljóðfæri, senda okkur í brjóstastækkun og nauðga okkur og lemja.

Opinberum ranghugmyndir frekar en að þagga þær niður

Ranghugmyndir þessa manns eru ævintýralegar. Moskubygging herstöð. Skipulagðar nauðganir múslima á sænskum konum af því að islam segir þeim að nauðga.

Ég held að það sé miklu áhrifaríkara að birta þvæluna sem rasistar halda fram en að draga þá fyrir dóm. Þeir sem sjá ekki í gegnum illskuna og heimskuna munu ekkert frekar átta sig þótt þessir skíthausar séu beittir viðurlögum.