Skotinn

Þegar banaslys verða er venjulega beðið með að tilkynna nafn hins látna þar til tryggt er að aðstandendur hafi fengið fréttirnar. En þegar maður fellur fyrir byssuskoti lögreglu þá eru samdægurs birtar um hann upplýsingar sem benda öllum sem til hans þekkja á nafn hans. Hver er tilgangurinn með þessari frétt?

Ætli aðstandendur hafi verið spurðir álits á því hvort fjölmiðlar birtu upplýsingar sem jafngilda nafnbirtingu? Ég skil alveg að blaðamenn stígi varlega til jarðar svona á fyrsta degi. Það eru örugglega margir í löggunni í sárum líka. En lá virkilega meira á að upplýsa um það hver maðurinn er en hver það var sem skaut hann?