Fyrirbænir

Ég vil enga hugsanalöggu. En þegar trúað fólk minnist mín í bænum sínum, þá finnst mér það svona eins og ef einhver sem ég sef ekki hjá setur mig í runkminnið. Allt í lagi með það – en ekkert vera að tilkynna mér það.

 

Bakstur

Góðar vinkonur útvega manni afsökun þegar maður bakar ljótar sörur. Steinunn Ólína segir að þetta sé þokunni að kenna en ekki vanhæfni minni. Efast reyndar um að það sé rétt en þetta var nú samt fallega sagt 

Sörur

Söru Bernhardtskökur eru ofmetið sælgæti fundið upp í þeim tilgangi að brjóta húsmæður niður. Henta vel þeim sem vilja eyða degi í að klína út eldhúsið, hendurnar á sér og frystinn, sóa súkkulaði og setja fram kenningar um það hversvegna afraksturinn lítur ekki út eins og á myndinni á vefsíðu Mörtu Stewart. Halda áfram að lesa

Árleysið

Hef lokið fyrstu yfirferð af Árleysi alda og sveiflast frá aðdáun til kæti, til öfundar, til vonar um að tónlistarmenn landsins muni um síðir átta sig á því að það er jafn bjánalegt að láta tónskáld yrkja texta og að láta skáld spila á bassa, það er því aðeins boðlegt að viðkomandi ráði við það.

Og að útgáfa þessarar bókar megi m.a. verða til þess að tónsmiðir fatti að enn eru til Íslendingar sem geta ort.

Góð gjöf

Vorum að koma heim eftir 10 daga ferð til Florence.

Þar sem ég var á flugi í dag náði ég ekki að taka þátt í æsispennandi umræðu um afstöðu Hörpu Hreinsdóttur annarsvegar og Vantrúarmanna hinsvegar til hjávísinda og vísinda. Reiknaði því með að eyða kvöldinu í að skrifa sitthvað um galdur, gervivísindi, vísindi, trú og efahyggju.

Kom svo inn og sá að mín beið unaðsstund í brúnu umslagi. Mun því eyða kvöldinu í Árleysi alda. Lýsi ábyrgð á bloggdrættinu á hendur Bjarka Karlssyni. Þeir verða eflaust margir sem launa honum dráttinn þann með áruheilun eða þakkarbréfi eftir því hvort menn telja vænlegri hvatningu til frekrari afreka.

Flórens

Matseðillinn á uppáhalds veitingastaðnum okkar í Flórens

Samkvæmt lögmálum lýðheilsufræðinnar ættu Ítalir að vera útdauðir. Þeir borða mikið, hratt og hættulega. Gófla í sig „Há Kolvetna Lífsstíls Fæði“ á mettíma, gluða ólívuolíu (sem er kennd við ólifnað) yfir brauðið, forréttinn, fyrri réttinn og seinni réttinn, og skola niður með ótæpilegu magni af áfengi, gúlla svo í sig dísætum eftirrétti og líkjör. Já og kaffi auðvitað. Halda áfram að lesa