Góð gjöf

Vorum að koma heim eftir 10 daga ferð til Florence.

Þar sem ég var á flugi í dag náði ég ekki að taka þátt í æsispennandi umræðu um afstöðu Hörpu Hreinsdóttur annarsvegar og Vantrúarmanna hinsvegar til hjávísinda og vísinda. Reiknaði því með að eyða kvöldinu í að skrifa sitthvað um galdur, gervivísindi, vísindi, trú og efahyggju.

Kom svo inn og sá að mín beið unaðsstund í brúnu umslagi. Mun því eyða kvöldinu í Árleysi alda. Lýsi ábyrgð á bloggdrættinu á hendur Bjarka Karlssyni. Þeir verða eflaust margir sem launa honum dráttinn þann með áruheilun eða þakkarbréfi eftir því hvort menn telja vænlegri hvatningu til frekrari afreka.