
Nauð táknar illgirni, áþján, neyð og nauðung. Í galdri er hún notuð til að gera öðrum eitthvað til miska og það ástand getur varað lengi en einnig snúist gegn þeim sem galdrinum beitir. Hægt er að nota Nauð til góðs því hún táknar einnig stafi sem núið er saman til að kynda eld og bönd sem festa eitthvað saman en hún er vandmeðfarin og ekki fyrir byrjendur.
Í rúnalestri táknar Nauð þvingandi aðstæður sem spyrjandinn verður að bregðast við því ástandið mun ekki lagast af sjálfu sér. Hann er fastur í viðjum sem hann verður að brjóta, þótt það kosti að hann þurfi að særa einhvern.
Hagl er rún tímabundinna erfiðleika. Í galdri er hún notuð sem refsirún, til þess að kalla erfiðleikahríð yfir þann sem hefur gert á hlut manns. Þótt markmiðið sé ekki að valda varanlegum skaða er alltaf vafasamt að nota bölrúnir og í versta falli getur það hitt nornina sjálfa eða einhvern annan en hún ætlaði.
Vend er happarúnin, sú sem vendir böli í gæfu og kallar fram gleði, skemmtun og nýjar hugmyndir. Vend er skemmtilegasta rúnin og í galdri er hún notuð til að bæta úr slæmu ástandi og kalla fram heppni sem hvetur mann til dáða. Ekkert illt hlýst af notkun hennar.
Ég hef ekki víðtæka reynslu af útilegum. Fór í fyrstu útileguna án fylgdar fullorðinna árið 1983 og lét mér það að kenningu verða.