Rún dagsins er Vend

Vend er happarúnin, sú sem vendir böli í gæfu og kallar fram gleði, skemmtun og nýjar hugmyndir. Vend er skemmtilegasta rúnin og í galdri er hún notuð til að bæta úr slæmu ástandi og kalla fram heppni sem hvetur mann til dáða. Ekkert illt hlýst af notkun hennar.

Í rúnalestri táknar Vend að erfiðleikaskeiði er að ljúka eða nýtt og skemmtilegt tímabil að hefjast. Einnig getur hún boðað óvænt happ fremur en varanlega gæfu. Spyrjandinn ætti að vera opinn fyrir þeim möguleika að happ sem í fyrstu virðist ómerkileg tilviljun sé fyrirboði um hrinu heppilegra tilviljana sem hann getur nýtt til góðs.