Ása Lind steypir um kynbundið ofbeldi

Femínistaruglið nær sífellt nýjum hæðum.

Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin.

Drottinn minn dýri hverskonar eiginlega þvæla er þetta? Herkonum er hlíft við hættulegustu verkefnunum einmitt vegna þess að þær eru konur. Halda áfram að lesa

Swingið hefur bætt sambandið

swing

Þegar orðið framhjáhald er nefnt er kynlíf utan sambands eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann. Þó er til fólk sem telur ekki neikvætt að deila maka sínum með öðrum. Bjarni og Sara eru á fimmtugsaldri og eiga að baki 16 ára hjónaband. Þau fluttust frá Íslandi fyrir 5 árum og á nýja staðnum kynntust þau því sem kallað er “swing”, það er að segja, þau hafa makaskipti og taka þátt í hópmökum. Halda áfram að lesa

Hildur Lilliendahl og hatrið á netinu

tjaning

Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því.

Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu. Halda áfram að lesa

Þegar mamma man ekki hverjum hún hefur sofið hjá – um réttarstöðu rangfeðraðra og ófeðraðra barna

mamma-man-ekki

Samkvæmt íslenskum lögum á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Það er að vísu ekki einfalt að framfylgja þeim lögum ef foreldrið vill ekkert með barnið hafa en barnið ætti þó, samkvæmt anda laganna, í það minnsta að fá að vita hverjir foreldrarnir eru. Ættleidd börn eiga lagalegan rétt á að fá upplýsingar um kynforeldra sína þegar þau ná 18 ára aldri en kjörforeldrum ber auk þess að upplýsa þau um að þau séu ættleidd, helst ekki síðar en um 6 ára aldur. Halda áfram að lesa

Kynbundið

Hér er verið að tala um hegðun sem við getum sannarlega kallað „kynbundið ofbeldi“. Skipulagt ofbeldi sem beinist gegn konum vegna þess að þær eru konur og sem bein viðbrögð við kröfu um að sjálfsögð réttindi þeirra séu virt.

Það er ekki „kynbundið ofbeldi“ þótt gaur á dekkjaverkstæði taki ekki eftir konu sem hímir þegjandi upp við vegg.