Og ef við skoðum önnur netskrif en pólitísk …

Screenshot from 2014-09-02 23:52:24

Þátttaka kvenna í skrifum og umræðum á pólitískum netmiðlum segir líklega eitthvað um áhuga kvenna á pólitík. Þeir gefa hinsvegar ekki góða mynd af skrifum kvenna almennt. Ég velti því fyrir mér hvort skrifandi konur væru kannski þrátt fyrir allt jafn margar körkunum, svona ef maður skoðaði aðra miðla en þá pólitísku. Halda áfram að lesa

Eiga konur bara að bíða?

dolgurUmræðan um Kiljuna og karlrembuna hefur ekkert verið sérlega áhugaverð. Við höfum eytt meira púðri í að þrasa um tölfræði en finna svör við mun áhugaverðari spurningu;hversvegna birtist minna af skrifum kvenna en karla? Hermann Stefánsson veltir upp nokkrum spurningum þar að lútandi í umræðukerfinu mínu: og eins og kemur fram í þessum pistli virðist skýringa ekki að leita í slæmu aðgengi kvenna að fjölmiðlum. Halda áfram að lesa

Má ekki uppræta pólitískt vændi?

diaper

Má bjóða þér vinnu sem gengur út á að þrasa og þrefa? Þar sem þú getur ekki lokið einu einasta verkefni sem skiptir máli, án þess að fjöldi manns reyni að skjóta það niður og draga úr þér kjarkinn? Þar sem hluti af starfinu felst í því að gera lítið úr vinnufélögunum, fá fólk til að sýna þeim vantraust og eigna sér góðar hugmyndir annarra?

Viltu vinna á vinnustað sem býður þér upp á að bjóða börnunum þínum góða nótt í gegnum síma, kvöld eftir kvöld? Þar sem þú getur reiknað með tímabilum þar sem fundasetur taka svo langan tíma að þú þarft að taka höfuðverkjatöflur daglega? Halda áfram að lesa

Tískugreind er ekki (barba) fín

 

barbapapa 5Fyrir mörgum árum bárust tengsl barbafjölskyldunnar og fjölgreindarkenningarinnar í tal í mínum vinahópi. Greindarsvið Barbafínnar vafðist fyrir einhverjum og ég svaraði því í hálfkæringi að hennar hæfileiki væri tískugreind. Það þótti afar fyndið enda vinir mínir upp til hópa hin mestu gáfnaljós.

Halda áfram að lesa

Konur eru ekki fréttaefni heldur krútt

hl

Mér var satt að segja dálítið brugðið þegar ég sá úttekt Hildar Lilliendahl á kynjahlutföllunum í fréttablaðinu, fyrir nokkrum vikum. Ekki svo að skilja að niðurstaðan hafi komið mér á óvart. Ég hefði sjálf giskað á að fréttir af konum og viðtöl við konur væru um 25% af því efni sem dagblöð og fréttastofur ljósvakamiðlanna birta.

Halda áfram að lesa