Þetta er voða vondur húmor.
Ekki rassgat betri en karlrembuhúmor og ekki einu sinni fyndinn.
Greinasafn eftir:
Dólgalögin og afleiðingar þeirra
Í síðustu viku velti Elías Halldór Ágústsson upp þessari spurningu á snjáldursíðu sinni:
1) ef vændi verður að fullu lögleg starfsgrein og
2) ef atvinnuleysisbætur verða ekki borgaðar þeim sem [ekki] tekur störf í boði;
hlýtur hið opinbera þá ekki að neyða fólk í vændi? Halda áfram að lesa
Að skapa gjá milli kvenna
Mér finnst bleikt.is óþolandi síða. Ekki vegna þess hve hátt hlutfall af efninu snýst um tísku og sambönd heldur vegna þess;
- hvað þessi síða er hroðalegt dæmi um vonda blaðamennsku
- hvað er erfitt að komast hjá því að verða var við þennan hroða (ég hef engan áhuga á golfi en golfáhugamenn mega alveg stunda sitt golf í friði fyrir mér, mér þætti hinsvegar pirrandi að rekast daglega á eitthvert golfefni innan um fréttir sem koma mér við,
- hvað fjölmiðlar eru virkir í því að ýta undir þá hugmynd að umfjöllunarefni slíkra síðna séu einhverskonar kvenlegt norm,
- að það bæði hryggir mig hversu margar konur leggja lítið til samfélagsumræðu og sýna lítinn áhuga á öðru en því sem ég álít yfirborðslegt og ég finn til vanmáttar yfir því að geta ekki bara skipað öllum konum að hugsa sjálfstætt og hafa áhuga á því sem mér finnst mikilvægt.
Bleikt & Blátt – samsæriskenning
Ég fór svo mikið að hugsa um bleikt og blátt þegar ég las þennan pistil. Ég er algjör sökker fyrir samsæriskenningum. Keypti t.d. inside job kenninguna um 11. september algjörlega og nú er ég hreinlega í vímu yfir kenningu Chomskys um að samsæriskenningin sjálf sé samsæri um að draga athyglina frá einhverju athyglisverðara. Kenningin um að hið illa feðraveldi hafi sameinast um að stela bláa litnum frá konunum og fleygt í okkur væmna, bleika litnum í staðinn, hefði átt að smjúga inn í hjarta mitt. Ef út í það er farið hef ég gleypt margar ótrúlegri kenningar hráar.
Halda áfram að lesa
Það er engin afsökun að hafa píku
Mótmælin gegn Kárahnjúkavirkjun mörkuðu tímamót í sögu umhverfisverndar og mótmælamenningar en þótt þeir sem mótmælu þessum framkvæmdum hafi brotið blað í sögunni, þóttum við ekki par fín. Við vorum vonda fólkið sem höfðum það eitt að markmiði að drepa niður allt atvinnulíf í landinu og svelta svöngu börnin á Reyðarfirði um ókomin ár. Halda áfram að lesa
Mega lyjafræðingar vera ögrandi?
Jafnréttisnefnd fór á límingunum út af þessari mynd sem ku víst gera lítið úr konum. Ég hef ekki lesið auglýsingatextann, veit ekki hvað er verið að auglýsa fyrir utan það sem kemur fram á vefsíðu DV að auglýsingin sé frá félagi nema í lyfjafræði.
Það er ekki sérlega trúverðugt þegar fólk segist ekki sjá neitt ögrandi eða kynferðislegt við myndina. Ég efast um að lyfjafræðingar mæti almennt í vinnuna með sýnileg, rauð sokkabönd og rauðum nærbuxum undir píkusíðum slopp. „Ögrandi stelling“ finnst mér aftur á móti full langsótt. Getur kynþokkafull kona með rauð sokkabönd yfirhöfuð fundið sér einhverja stellingu sem ekki er annaðhvort ögrandi eða niðurlægjandi? Og afhverju eru konur sem nýta sér kynþokka sinn til að hafa áhrif á aðra og komast þangað sem þær ætla sér, ómerkilegri en þeir sem nota tengsl, peninga eða stöðu í sama tilgangi?
Þegar karlar ráðast á karla
Um daginn heyrði ég karlmann sem ég þekki tala ömurlega illa um Hugh Hefner. Kallaði hann kapítalistasvín sem hikaði ekki við að höfða til lægstu hvata mannsins til þess að græða peninga og gæfi umheiminum þá ímynd af karlmönnum að þeir væru allir slefandi perrar og potential nauðgarar. Halda áfram að lesa