Dýrin í Hálsaskógi og holdafar Gísla Ásgeirssonar

Gísli og feitabollumælirinn

Í líkamsvirðingarumræðunni í tengslum við megrunarlausa daginn minntust margir á gagnsleysi bmi-stuðla. Meðal þeirra var Gísli Ásgeirsson sem sagðist vera hin mesta feitabolla samkvæmt bmi-stuðli og trúði nú bara líðan sinni og útliti betur.

Jamm. Ef þessi mynd, sem ég stal blygðunarlaust af netinu, sýnir feitabollu, hlýtur hún að vera  þokkalega fótósjoppuð. Ég hef fyrir satt að svo sé ekki svo rökrétta ályktunin er sú að það sé eitthvað að stuðlinum en ekki holdafari Gísla.

En er þetta alveg svo einfalt? Er hægt að afskrifa mælitæki eins og bmi-stuðul, bara af því að kenningin gengur ekki upp í einhverju ákveðnu tilfelli? Halda áfram að lesa

Af feminiskri stjarnfræði

accusation

Svör Elfu Jónsdóttur við síðasta pistli mínum (svörin sjást í umræðuþræði við færsluna) eru athyglisvert dæmi bæði um þann hugsunarhátt og þá aðferðafræði sem einkennir íslenska dólgafeminista. Elfa telur allt í lagi að slaka á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum, vegna þess að líkurnar á því að maður sé dæmdur að ósekju séu „stjarnfræðilega“ litlar. Halda áfram að lesa