Auðvitað ertu trúuð. Allir hafa einhverja trú og mér er nokk sama hvort það er trú á Gvuð eða rúnir, það er trú samt, sagði hann og þetta er hvorki í fyrsta sinn né það hundraðasta sem ég heyri þessa kenningu. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Meira plebb
Nú hefur þriðja manneskjan komið að máli við mig, lýst ánægju sinni með Vantrúarbingóið og haft á orði að Vantrú ætti oftar að standa fyrir uppákomum. Halda áfram að lesa
Vitaskuld
Einn moggabloggari hefur tjáð sig um dóm yfir manni sem Kínverjar dæmdu til fimm ára fangavistar fyrir að krefjast mannréttinda. Enginn hefur ´kommentað´ á færsluna þegar þetta er ritað. Færslur vegna fréttar af pólsku glæpagengi eru hinsvegar á þriðja tug og mikill fjöldi athugasemda við hverja færslu. Enda snertir hugsanleiki þess að einhver lemji mann og annan á Íslandi okkur miklu meira en mannréttindabrot og þjóðarmorð í fjarlægum heimshlutum. Halda áfram að lesa
Versta syndin
Birtingarmyndir dauðasyndanna sem samfélagseinkenna hafa verið mér hugleiknar í dag.
Hrokinn birtist í hverskyns valdníðslu. Við glímum við vandamál vegna hroka mannsins gagnvart náttúrunni. Lítill hluti einnar þjóðar telur sig svo rosalega innundir hjá Gvuði að það réttlæti bæði landtöku og þjóðarmorð. Borgarstjórn Reykjavíkur er skipt út álíka oft og tesíunum í Nornabúðinni og ekki eru kjósendur spurðir álits. Halda áfram að lesa
Dauðasyndirnar dásamlegu
Það sem mér finnst athyglisverðast við nýju dauðasyndirnar er að það er í raun engin þörf fyrir þær. Þótt ég hafi almennt litlar mætur á kirkjulegu valdi, má Gregorius gamli páfi (eða var það ekki hann sem kom dauðasyndunum í tísku á 6. öld?) þó eiga það að hann náði að dekka nánast allt sem gerir mannskepnuna ógeðfellda með rexinu um dauðasyndirnar. Halda áfram að lesa
Tittlingaskítur
Kunnugleg andlit allsstaðar. Á vissan hátt er það notalegt. You wanna be where everybody knows your name. Aðallega er það þó sorglegt. Kannski 100 hræður, max, og ég þekki allavega 75 í sjón. Sumir eru í Félaginu Ísland-Palestína, sumir í Amnesty, fólk úr samtökum hernaðarandstæðinga, virkasta liðið frá Saving Iceland, kjarninn úr menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, nokkur vinstrigræn andlit sem ég þekki ekki úr neinni þessara hreyfinga en eru þá áreiðanlega í einhverjum friðar- eða náttúruverndarsamtökum sem ég hef ekki unnið með.
Útifundur vegna skálmaldarinnar á Gaza
Stöðvum fjöldamorðin
Rjúfum umsátrið um Gaza
Útifundur á Lækjartorgi, miðvikudaginn 5. mars, 12:15
Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, til að mótmæla blóðbaðinu á Gazaströnd.
Kröfur dagsins eru: Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið um Gaza.
Ræðumenn verða Katrín Fjeldsted læknir og Ögmundur Jónasson alþingismaður.
Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína. Halda áfram að lesa