Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar

980__320x240_imgp0362FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT

REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá r). Halda áfram að lesa

Íslenska viðskiptaundrið

Eins og kapítalismi er falleg hugmynd þá bara strandar hann á nákvæmlega sama vandamáli og kommúnismi; vald spillir.

Þetta er bara eitt nærtækt dæmi um það hversu auðvelt er að slá ryki í augu okkar í krafti valds og peninga.  Ég veit ekki hverjir eiga heiðurinn af myndbandinu en ekki hef ég séð RÚV taka þessar upplýsingar saman á svona aðgengilegan hátt. Myndbandið rennir stoðum undir þá hugmynd að eina leiðin til lýðræðis sé aðhald og eftirlit almennings.

 

 

Þetta er bara ekki rétta aðferðin

Í hvert sinn sem Saving Iceland hreyfingin beitir mótmælaaðgerðum sem ögrar ramma laganna, fer bloggheimur á límingunum og er það vel. Greinilegt er að efasemdir um borgaralega óhlýðni eru mjög sterkar og sú skoðun á fullan rétt á sér. Það er þó nákvæmlega sama hverju er mótmælt og á hvaða hátt, alltaf koma fram hópar sem vilja frekar að einhverju öðru sé mótmælt (þótt sama fólk nenni auðvitað ekki að standa í því að skipuleggja slík mótmæli sjálft) og eins eru alltaf einhverjir sem hafa skoðun á því hvaða aðferð eigi að nota. Halda áfram að lesa

Svar til vélstýrunnar

Í bloggpistli dagsins dregur Vélstýran upp hroðalega mynd af veröld án áls.

Ég er nokkuð oft búin að auglýsa eftir upplýsingum um það hvaða kolaknúnu álverum, einhversstaðar í veröldinni, hefur verið lokað af því að „umhverfisvæn“ álver voru opnuð á Íslandi eða annarsstaðar? Er eitthvað sem styður þá tilgátu að álver á Íslandi séu annað en viðbót? Halda áfram að lesa

Bjargvættirnar komnar á kreik

Duglegt fólk frá mörgum löndum dreif sig í Helguvíkina í morgun.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið birti ég hér að neðan nánari útlistun. Hinir munu sjálfsagt gjamma um hryðjuverkamenn og atvinnulausa atvinnumótmælendur í þeirri sælu blekkingu að ‘hreina orkan’ okkar sé að bjarga jörðinni frá kolaknúnum álverum í Kína og okkur Íslendingum frá hungurdauða.

Halda áfram að lesa