Eins og kapítalismi er falleg hugmynd þá bara strandar hann á nákvæmlega sama vandamáli og kommúnismi; vald spillir.
Þetta er bara eitt nærtækt dæmi um það hversu auðvelt er að slá ryki í augu okkar í krafti valds og peninga. Ég veit ekki hverjir eiga heiðurinn af myndbandinu en ekki hef ég séð RÚV taka þessar upplýsingar saman á svona aðgengilegan hátt. Myndbandið rennir stoðum undir þá hugmynd að eina leiðin til lýðræðis sé aðhald og eftirlit almennings.
——————
Ummæli:
Svo er líka leikurinn byggður á barnabókinni, „Hvar er Hannes“ 🙂
Posted by: Guðjón Viðar | 21.07.2008 | 9:13:27