Ríkisstjórnin tilnefnd til Steingrímunnar

SteingrimanÞjóðaratkvæðagreiðslur eru skref í átt að lýðræði. Það er þó til lítils að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu ef ekkert er gert með niðurstöðu hennar.

Helstu rökin gegn þjóðaratkvæðagreiðslum eru þau að almúganum sé ekki treystandi fyrir mikilvægum ákvörðunum. Við þurfum mannvitsbrekkurnar 63 sem sitja á Alþingi til þess að passa upp á okkur. Ef málum er skotið til þjóðarinnar gætu alkóhólistar, glæpamenn og kjánar haft áhrif á niðurstöðu, ólíkt því sem gerist í þinginu.

Nú hefur mbl.is upplýst okkur um að stjórnarflokkarnir séu hættir við að koma stjórnarskrármálinu í gegnum þingið. Í fyrstu hélt ég að þetta væri bara moggalygi en stjórnarliðar þegja þunnu hljóði og ég held ekki að skýringin sé sú að þeir séu allir uppteknir við að baka vatnsdeigsbollur.

Árið 2011 sæmdi vefritið Gagnauga Ögmund Jónasson viðsnúningsverðlaununum Steingrímunni. Tilefnið var sá gagngeri viðsnúningur Ögmundar í afstöðu til alræðishyggju sem birtist í skyndilegri hrifningu hans á þeirri hugmynd að veita lögreglu heimildir til að njósa um fólk sem ekki er grunað um að hafa framið glæp af neinu tagi.

Ég tilnefni hér með ríkisstjórnina til Steingrímunnar 2013 fyrir viðsnúning sinn í afstöðu til lýðræðis.

Athugið að þetta snýst ekki bara um stjórnarskrána heldur ekki síður lýðræðismál. Þeir sem ekki eru hrifnir af stjórnarskrárfrumvarpinu fagna kannski í dag en þeir sem styðja valdníðslu í þessu máli gætu skipt um skoðun næst þegar kemur til álita að skjóta máli til þjóðarinnar.


Þórarinn haki hannaði Steingrímuna

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr erlendum þvaðurblöðum í gegnum google translate. Þessi upphafning vanhæfninnar kemur sér vel fyrir nokkra einstaklinga en bitnar almennt á fjöldanum. Einn stór kostur fylgir þó andverðleikasamfélagi; vanhæfni valdafólksins nær einnig til undirheima. Halda áfram að lesa