Fúskið á íslenskum fjölmiðlum er löngu hætt að koma mér á óvart svo þótt mér þyki miður að fjölmiðlaveldi 365 segi upp hæfu fólki, get ég ekki sagt að ég sé beinlínis hissa á því. Ég er hinsvegar furðu lostin yfir því að nokkrum skuli detta í hug að standa að uppsögn á þann hátt sem lýst er í fyrrnefndum pistli Láru Hönnu.
Greinasafn eftir:
Spurning Jónasar Kristjánssonar
Jónas Kristjánsson spyr hvort Sigmundur Davíð sé bófi eða bjáni. Samkvæmt hugmynd Carlo M. Cipolla um bjánaskapinn fer þetta tvennt gjarnan saman. Ritgerð Cipolla heitir í enskri þýðingu „The Basic Law of Human Stupidity„. Með orðinu „stupidity“ á hann ekki við heimsku í merkingunni lág greindarvísitala heldur það sem ég kalla bjánaskap; tilhneigingu til að taka ákvarðanir sem eru bæði órökréttar og hafa fyrirsjáanlega í för með sér meiri skaða en ávinning.
Það var bara ekkert hægt að hafa þetta svona!
Ég giftist Hilmari 18 ára og ólétt. Fyrsta heimilið okkar var í vesturbæ Hafnarfjarðar en þegar Haukur fæddist fluttum við í götóttan hjall við Lækinn. Hann hét Brautarholt og var rifinn fyrir mörgum árum. Þegar við fluttum inn hafði húsið þegar verið úrskurðað óíbúðarhæft og dæmt til niðurrifs en þar sem eigandi neðri hæðarinnar, fátæk, einstæð móðir með bein í nefinu, harðneitaði að flytja nema bærinn útvegaði henni íbúð sem hún réði við að borga af, varð ekkert af framkvæmdum í nokkur ár. Halda áfram að lesa
Silfurskeiðabandalaginu er sama um þig
Góðæri framundan, hæhó jibbýjei, nú er víst óhætt að hefja partýið aftur.
En veistu hvað; markaðsráðgjöfum Disney er sama um ímynd Meridu. Markmið þeirra er ekki að virða listaverk, hvað þá að vinna gegn staðalmyndum, heldur að græða eins mikla peninga og mögulegt er. Eigendur Disney myndu setja skegg á Pétur Pan og gera Öskubusku að feminista ef þeir héldu að það skilaði meiri gróða. Halda áfram að lesa
Því þeir vita hvað þeir gjöra
Þótt ríkisstjórn Silfurskeiðabandalagsins hafi enn ekki verið mynduð er Framsóknarflokkurinn samt strax búinn að afreka það að svíkja eitt mikilvægasta kosningaloforð sitt, loforð sem vafalítið skýrir drjúgan hluta af skyndilegri fylgisaukningu flokksins. Þetta kosningaloforð má sjá í stefnuskrá Framsóknarflokksins en þar er eitt markmiðanna að: Halda áfram að lesa
Humar með hvítvíninu
Ég er hjartanlega sammála því að áfengi ætti að fást í matvörubúðum. Það er hinsvegar lúxusvandamál að þurfa að skipuleggja innkaupin sín og það segir kannski dálítið um veruleikatengingu elítunnar í Sjálfstæðisflokknum að áfengissala í matvöruverslunum skuli vera það afrek sem formaður Heimdallar óskar sér að sjá flokkinn vinna á komandi kjörtímabili.
Reynslan af fækkun ráðuneyta
Munið þið eftir því þegar ráðuneytin voru tólf? Munið þið þegar þeim var fækkað? Urðuð þið vör við að almenningur bæri skaða af þeirri fækkun? Tók yfirhöfuð einhver eftir því að ráðuneytum hefði fækkað? Jú, Jón Bjarnason fór í fýlu. Voru það kannski alvarlegustu afleiðingarnar? Halda áfram að lesa