Þótt það skipti svosem engu máli finnst mér samt rétt að vekja athygli á því að ávextirnir á skilningstrénu voru sennilega fíkjur en ekki epli. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Líf í felum
Hvernig er líf ólöglegs innflytjanda í samfélagi sem er svo fámennt að það er engin leið að hverfa í fjöldann? Eftir 13 mánuði í felum á Íslandi er Mouhamed Lo kominn með nokkuð góða mynd af því.
Að vera í felum á Íslandi er þúsund sinnum betra en að vera þræll í Máritaníum. Það er líka töluvert skárra en að vera í fangelsi af því að vinir geta allavega komið í heimsókn þegar þeim hentar og í felum er hægt að hafa einhverja stjórn á daglegu lífi eins og t.d. því hvað maður borðar. Og það skiptir máli.
En líf í felum hefur samt ókosti sem ég efast um að nokkur skilji til fulls nema hafa upplifað það.
Allt sem ólögleg manneskja gerir felur í sér áhættu
Ólögleg manneskja getur ekki búið hvar sem er. Það krefst ákveðinna skilyrða að hýsa ólöglegan flóttamann, þú getur t.d. ekki gert það ef er mikill gestagangur hjá þér og algengt að fólk droppi í heimsókn án þess að gera boð á undan sér því það eykur áhættuna ef margir vita af dvalarstað hans. Af sömu ástæðu er ekki hentugt fyrir fólk sem er með börn og unglinga á heimilinu að hýsa flóttamann.
Meðan Mouhamed var í felum gat hann ekki látið sjá sig í fjölmenni. Ef þú ert ólögleg manneskja er það glæpur að ganga á almennri gangstétt. Jafnvel þótt Mouhamed væri ekki eftirlýstur var alltaf sá möguleiki fyrir hendi að einhver rasistinn bæri kennsl á hann og ef lögreglan fær tilkynningu um glæp þá ber henni að sjálfsögðu að bregðast við.
Af þessum sökum eyddi Mouhamed stærstum hluta þessarra 13 mánaða innandyra. Hann fór út þegar hann var gjörsamlega að verða brjálaður en það var alltaf áhætta.
Hann langaði út. Hann langaði að spila fótbolta en það lærði hann í Noregi og finnst það mjög gaman. Hann langaði í sund og hann langaði að ganga við hliðina á vinum sínum. Ef maður er ólögleg manneskja þá eru þessir hlutir bara ekkert í boði.
Mikill fjöldi manns hefur stutt Mouhamed á einhvern hátt. Fyrir nokkrum vikum voru haldnir styrktartónleikar þar sem fjöldi manns gaf vinnu sína og ennþá fleiri mættu. Mouhamed langaði að sjálfsögðu að mæta. Hann langaði að sjá allt þetta fólk sem hefur sýnt honum stuðning. Hann langaði líka að þakka fyrir sig en hann kann að segja „takk fyrir“ á Íslensku. En það hefði verið of mikil áhætta fyrir kolsvartan mann að sjást á Laugaveginum á laugardagskvöldi, hvað þá í grennd við stað þar sem tónleikar til styrktar ólöglegum manni fara fram. Þetta er bara eitt dæmi um litla hluti sem þó skipta máli sem fólk í þessari stöðu þarf að neita sér um.
Kristján Þór er alveg meðetta
Í Speglinum í gærkvöld ræddi heilbrigðisráðherra nauðsyn þess að “tryggja þjónustustig” heilbrigðiskerfisins (hvað sem það nú merkir.) Halda áfram að lesa
Norska aðferðin í fréttamennsku?
Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona:
Skemmtiþjófar á Facebook – hópar
Eitt af því sem er verulega slæmt við Facebook er að maður er stundum skráður í hópa án þess að vera spurður álits. Einu sinni var hægt að senda fólki boð um að skrá sig í hóp en ég sé þann möguleika ekki lengur. Flestum finnst það öllu kurteislegra og mér finnst líklegt að margir telji sig vera að senda boð þegar þeir skrá einhvern í hóp. (Það er hinsvegar hægt að bjóða fólki að læka síðu en það er efni í annan pistil.)
Hvenær hættu þeir að vera þjónar?
Tungumálið kemur upp um okkur. Halda áfram að lesa
Og enginn spyr hvort þeim finnist það í lagi
Ef þú notar google, facebook, skype, twitter eða aðra samskiptamiðla þá getur verið að þú sért undir eftirliti bandarískra stjórnvalda. Það er stjórnarskrárbrot. Það er mannréttindabrot. Þáttastjórnendur spurðu Jón Hákon ekkert hvort honum þætti það í lagi.