Að mörgu þarf að huga þá er unga konan hyggst stíga sín fyrstu skref á braut ástalífsins. Meðal þess sem hún þarf að læra, er að varast viðsjárverða menn sem kunna að hafa vafasöm áform. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Barnabull
Kannski er hugmyndin um áhrifamátt bundins máls á undanhaldi en hún hefur lengst af verið áberandi í íslenskri menningu. Hún birtist til að mynda í galdratrú þar sem ákvæðakveðskapur skipar stóran sess og eins hefur skáldskapur löngum þótt áhrifarík leið til að kveða niður drauga. Halda áfram að lesa
Lítil saga af búrapa
Lítil saga af búrapa.
Ég sendi opinberri stofnun fyrirspurn um hversu langan tíma ég hefði til að leggja fram formlegt erindi. Viika leið en ég fékk ekkert svar. Ég ítrekaði fyrirspurnina og fékk þær upplýsingar að hún hefði verið „send í vinnslu til lögfræðings.“
Ég spurði hvort væri rétt skilið að starfsmaðurinn vissi ekki hvaða reglur giltu hjá embættinu eða hvar hægt væri að nálgast þær. Fékk þá strax fullnægjandi svar ásamt afsökunarbeiðni (nefni þessvegna ekki stofnunina.)
Stundum dettur mér í hug að almennir starfsmenn séu notaðir til að sía frá þá sem hafa ekki tíma til að krefjast svara.
Skemmtileg skilti
Á netinu er að finna urmul mynda af óvenjulegum götuskiltum. Því miður fylgir ekki alltaf sögunni hvar myndirnar eru teknar og oft rennir mann í grun að hann Fótósjoppmundur hafi komið við sögu.
Mér skilst að þetta skilti sé í Danmörk en nánari staðsetningu veit ég ekki Halda áfram að lesa
Maturinn kemur frá Satni
Fram úr væntingum
Ég á til að ganga út frá því að góð þjónusta sé sjálfsögð. Og finnst þá mjög gremjulegt ef hún stendur ekki undir væntingum. En stundum fær maður líka betri þjónustu en maður reiknaði með.
Ég bjóst ekki sérstaklega við því að fá framúrskarandi þjónustu hjá Fríhöfninni í Leifsstöð. Við keyptum þar vörur á leið til Skotlands um síðustu mánaðamót en skildum þær eftir á afgreiðsluborðinu. Þegar ég áttaði mig á því hafði ég samband við Fríhöfnina í mjög veikri von um að afgreiðslumaðurinn hefði tekið þær frá og geymt þær. Mér varð að ósk minni og vörurnar voru endurgreiddar um leið og ég var búin að senda mynd af kvittun og kortanótu.
Þakka hér með afgreiðslumanninum sem tók vörurnar frá og konunni sem ég talaði við fyrir sérstök liðlegheit.
Skjóða, poki, dós
Í íslensku eru til nokkur orð þar sem fólki sem sýnir neikvæða hegðun er líkt við einhverskonar poka eða ílát. Halda áfram að lesa