Myndin er eftir Emily Balivet
Værir þú vakandi og kominn út á veginn
myndir þú sjá hnýfilhyrndan ungling
elta leiðarhnoða að eldtré í blóma.
Og pilturinn horfir á hnoðað
sem hringsnýst á veginum framan við rauðgullið tréð. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Værir þú vakandi og kominn út á veginn
myndir þú sjá hnýfilhyrndan ungling
elta leiðarhnoða að eldtré í blóma.
Og pilturinn horfir á hnoðað
sem hringsnýst á veginum framan við rauðgullið tréð. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Að lokum ertu orðinn leiður á því að liggja
svo þú stendur upp og klæðir þig.
Þegar þú lítur í spegilinn
til að hagræða bindinu,
sérðu svart hár á milli augnanna. Halda áfram að lesa
Þar sem þú situr við krossgöturnar
og hugleiðir hvorn veginn skuli halda
tekurðu eftir Baldursbrám
sem spretta í vegkantinum.
Auga hins hvíta áss sem féll fyrir galgopahætti goðanna;
þeir skelltu skuldinni á Loka því einhverjum varð að refsa. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Undir brennheitri hádegissólinni
ískra eldhjól vagnsins í mölinni. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Þú hefur horft á kofa hans úr fjarska,
séð ljóstýru í glugga
kannski heyrt hundgá eða hanagal
en aldrei hætt þér svo nærri að þú sæir útidyrnar. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Þú hefur ávaxtað sjóð þinn, illfenginn
og reist þér kastala við Logná.
Lífið er gott. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Eina nóttina á meðan ástmey hans sefur
tekur hann mal sinn og flautu;
kyssir sofandi stúlkuna á ennið
og heldur aftur af stað út í heim. Halda áfram að lesa