Ástarljóð

Nei.
Þú líkist sannarlega engu blómi.

Ekkert sérlega fallegur.
Ekki ilmandi
með stórum litríkum blómum.
Nei.

Þú ert öllu heldur kínverskur graslaukur.
Dálítið tætingslegur jafnvel.
En grænn.
Og ferskur.
Og bragðið sérstakt.
Milt.

Sætbeiskur keimurinn situr eftir.
Lengi.