Andlit á glugga

Ég sofnaði aftur í morgun, aldrei þessu vant. Líklega hefur farið meiri orka í Ian Anderson en ég gerði mér grein fyrir. Ég vaknaði aftur um kl 8 með andlit á glugga, í bókstaflegri merkingu. Ég dró ekkert fyrir gluggann í gærköld og þarna blasti andlit við mér. Það er verið að gera við blokkina að utan og hinir skeleggu verkamenn sem dunduðu sér jafnan korterslangt á svölunum hjá mér síðasta sumar, eru komnir í gírinn aftur.

Ég fór í sturtu og þegar ég kom aftur var andlitið horfið. Vinnupallurinn er ennþá upp við gluggann svo hugsanlega koma þeir aftur í dag. Þeir eru líklega í 8-9 pásunni núna.