Áfanga náð, nú þarf að spýta í lófana

Þá er nú loksins búið að hreinsa verstu klúðrarana út úr kerfinu. Markmið framtíðarinnar hljóta að vera að taka kerfið sjálft í gegn og koma á lýðræði í landinu. Jafnframt þarf að standa vörð um sjálfstæði okkar, því við höfum lítið með lýðræði að gera þegar sjálfstæðið er farið.

Næstu skref eru, allavega eftir því sem ég fæ best séð:

-Stjórnlagaþing þar sem allir hafa jafna möguleika á þátttöku.

-Nýtt stjórnkerfi sem lýtur lýðræðislegum vinnureglum og tryggir almenningi upplýsingar um hvert það mál og hverja þá ákvörðun sem snertir almannahag.

-Að tekið verði fyrir alla möguleika á einkavæðingu, veðsetningu og öðru braski með auðlindir landins jafnframt því sem þjóðin endurheimti aflaheimildir sem hafa verið framseldar í trássi við mannréttindi.

mbl.is Seðlabankafrumvarpið samþykkt

One thought on “Áfanga náð, nú þarf að spýta í lófana

  1. ———————————————————

    Sammála Eva, en fyrst þurfum við að:

    1. Kyrrsetja eignir auðmanna.

    2. Krefja bankana um skaðabætur fyrir að fella krónuna um 44%.

    3. Afnema verðtrygginguna.

    4. Færa kvótann aftur til þjóðarinnar.

    Síðan er komið að nýrri stjórnarskrá og nýju lýðveldi þar sem fúlu flokksræði verður úthýst.

    Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 19:45

    ———————————————————

    Nú er ég það ungur að ég þekki ekki sögu verðtryggingarinnar en skilst að hún hafi bara átt að vera til bráðabirgða fyrir einhverjum 20 árum. Er það rétt og ef svo, af hverju hefur hún aldrei verið afnumin??

    Ingi A (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 19:53

    ———————————————————

    Tek undir þetta

     Kyrrsetja eignir auðmanna.
     Afnema verðtrygginguna.
     Færa kvótann aftur til þjóðarinnar.
    Og bæti við

    4. Tryggja eignarhald þjóðarinnar á landinu, orkunni, vatningu og miðunum.

    Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 19:59

    ———————————————————

    Sammála síðasta kommentara

    hilmar jónsson, 26.2.2009 kl. 21:43

    ———————————————————

    Bíddu nú við, ertu ekki að gleyma aðal klappstýrunni ?

    Þessum sem beið spenntur heima á Bessastöðum.  Með pennan í hendinni í útidyrunum eftir að fá uppsagnarbréf Davíðs til undirritunnar.

    Ætla menn alveg að líta fram hjá hans þætti af pólitískum rétttrúnaði ?

    LM, 26.2.2009 kl. 22:00

    ———————————————————

    Mótmælin eru komin til að vera Eva, og við þurfum að halda vörð um auðlindirnar og endurheimta aflaheimildirnar. Ekki bara núna af því að margir eru að mótmæla, við þurfum að viðhalda mótmælum og ekki gefa eftir að veita stjórnvöldum aðhald. Það er ekki nóg að mótmæla nú rétt eftir bankahrun, það verður að halda stjórnvöldum við efnið, svo um munar. Og sérstaklega koma í veg fyrir að ‘gamlir’ peningagræðgiskarlar eignist auðlindirnar.

    Ingibjörg Magnúsdóttir, 26.2.2009 kl. 22:46

    ———————————————————

    LM, mig dauðlangar að losna við Ólaf Ragnar og leggja forsetaembættið niður. Mig langar líka að dæma útrásarvíkingana til útlegðar og stofna hundahótel í húsunum þeirra. Ég vil endilega fá að vera með þegar þú ferð á Bessastaði eða tekur auðmenn í bakaríið.

    Eva Hauksdóttir, 27.2.2009 kl. 00:02

Lokað er á athugasemdir.