Ætlar ruglinu aldrei að linna?

Eru allir orðnir vitlausir? Það er í fyrsta lagi stjórnarskrárbrot að setja útlending í embætti en auk þess vinnur maðurinn hjá fokkans AGS. Og aðstoðarmaður hans vann víst líka hjá AGS í 2 ár. Á semsagt að gefa fólki sem er nátengt þessari glæpastofnun meiri völd á Íslandi en nauðsynlegt er? Er ekki nógu slæmt að við sitjum uppi með landstjóra?Ég hef nú lengi trúað því að vald spilli en nú er ég farin að halda að völd svipti fólk umsvifalaust dómgreind sinni.

mbl.is Norðmaður í Seðlabankann

One thought on “Ætlar ruglinu aldrei að linna?

  1. ————————————————–

    Veistu það Eva, að eftir það sem á undan er gengið, mætti mín vegna setja Marsbúa yfir allt heila dæmið !

    Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.2.2009 kl. 09:51

    ————————————————–

    Já það verður erfitt að toppa fyrra rugl.

    hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 10:09

    ————————————————–

    Hvaða grein stjórnarskrárinnar vilt þú meina að hafi verið brotin? Norðmaðurinn er ekki skipaður í embætti, heldur er hann settur til bráðabirgða. Á því er grundvallarmunur.

    Svala Jónsdóttir, 27.2.2009 kl. 13:46

    ————————————————–

    Sigurður Líndal telur það reyndar alls ekki grundvallarmun en hann hefur kannski ekki kynnt sér stjórnarskrána nógu vel.

    Eva Hauksdóttir, 27.2.2009 kl. 14:55

    ————————————————–

    Í stjórnarskrá segir: „Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt.“ Bankastjórar Seðlabankans teljast embættismenn, samkvæmt lögum um hann.

    Sigurður Líndal – Vísir.is (http://www.visir.is/article/2009259750899)

    Skorrdal (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:52

    ————————————————–

    http://www.visir.is/article/2009224523287

    Hvað er þá hægt að segja um þetta?

    Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:25

Lokað er á athugasemdir.